Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 04. júlí 2013 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Óli Kristjáns: Bjóst við þeim sterkari
Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Mér fannst þetta öruggur sannfærandi sigur, gott að halda hreinu og fínt að skora þessi fjögur mörk," sagði Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-0 sigur liðsins á Santa Coloma frá Andorra í Evrópudeild UEFA í kvöld.

,,Næsta spurning er sennilega, 'hefðirðu ekki viljað skora fleiri', jú, en það er ekki hægt að fá allt og ég er sáttur við hvernig við tækluðum þennan leik."

,,Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við þeim sterkari,"
sagði Ólafur en Breiðablik skoraði þrjú mörk á fimm mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleikinn.

,,Þeir höfðu engu að tapa eftir það og þá færðu þeir sig framar. Þá hefði ég viljað að við værum grimmari að ráðast á þá. En það var auðveldara en ég átti von á að fara í gegnum þá. Það helgast sjálfsagt af því að það er langt síðan þeir spiluðu leik."

,,En strákarnir spiluðu þetta vel, að halda hreinu og skora fjögur mörk, þrjú á kafla sem eru fimm mínútur. Það var jákvætt og það sem við lögðum upp með, halda hreinu og skora eins mikið og við gætum."

Eftir fjórða markið datt botninn úr þessu hjá Breiðablik en er nokkuð hægt að kvarta yfir því enda leikurinn búinn?

,,Jú, eru íslensk félög að fara að kvarta yfir því að vinna 4-0 í Evrópukeppni. Það er að klofa helvíti langt, mér fannst menn passa sig að fara ekki í návígi sem gætu kostað meiðsli og annað því þeir voru orðnir svolítið brutal í restina enda pirraðir."

Liðin mætast að nýju ytra næstkomandi fimmtudagskvöld. Hvað ætlar Ólafur að gera þá?

,,Allir ellefu sem byrja inná fá ekki að hvíla, við förum með sterkt lið og tökum verkefnið alvarlega."
Athugasemdir
banner