Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 04. september 2022 21:17
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Snær: Stig sem gæti talið stórt
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jakob Snær Árnason leikmaður KA var hetja liðsins í dag þar sem hann skoraði jöfnunarmark leiksins alveg í blálokin þegar KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað er gaman að skora og ná í stig sem gæti talið stórt en við komum hingað til að fá fleiri og við erum að sjálfsögðu svekktir með það."

Svekkelsi KA manna eru enn meiri þar sem Víkingar þeirra helstu keppinautar um 2. sætið gerðu jafntefli í dag og KA hefði getað búið til þriggja stiga mun á liðunum.

„Já það segir sig bara nokkurnvegin sjálft að sjálfsögðu hefðum við viljað nýta okkur það að þeir séu að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við að klára okkar en við gerðum það ekki alveg í dag en gott að við sýndum allavega smá karakter og komum til baka og náðum stiginu."

Jakob hefur ekki verið lykilmaður í liði KA í sumar en hefur komið töluvert inn á af bekknum og skorað nokkur stór mörk í sumar.

„Ég er svona nokkuð sáttur bara með spilamennskuna. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og ég vill gera betur ég meina ég er ekki sáttur ef ég er ekki að spila allar mínútur og það er þannig hjá öllum. En við erum lið, liðið hefur verið að gera vel og maður verður að sýna því líka skilning og þess vegna er mikilvægt að þegar maður fær sénsinn að maður sé klár og mér finnst ég búinn að gera það ágætlega."

Nú eru 2 leikir eftir af venjulegri deildarkeppni og KA situr í 2. sæti.

„Að sjálfsögðu ætlum við bara að fara eins langt og við getum. Við gerum jafntefli hérna í dag og töpum á móti Víking heima síðast þannig auðvitað er það svekkjandi en það er allt opið hin liðin eru líka að misstíga sig þannig í raun og veru er það bara að taka þetta gamla góða, einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner