PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   sun 04. september 2022 21:17
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Snær: Stig sem gæti talið stórt
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jakob Snær Árnason leikmaður KA var hetja liðsins í dag þar sem hann skoraði jöfnunarmark leiksins alveg í blálokin þegar KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað er gaman að skora og ná í stig sem gæti talið stórt en við komum hingað til að fá fleiri og við erum að sjálfsögðu svekktir með það."

Svekkelsi KA manna eru enn meiri þar sem Víkingar þeirra helstu keppinautar um 2. sætið gerðu jafntefli í dag og KA hefði getað búið til þriggja stiga mun á liðunum.

„Já það segir sig bara nokkurnvegin sjálft að sjálfsögðu hefðum við viljað nýta okkur það að þeir séu að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við að klára okkar en við gerðum það ekki alveg í dag en gott að við sýndum allavega smá karakter og komum til baka og náðum stiginu."

Jakob hefur ekki verið lykilmaður í liði KA í sumar en hefur komið töluvert inn á af bekknum og skorað nokkur stór mörk í sumar.

„Ég er svona nokkuð sáttur bara með spilamennskuna. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og ég vill gera betur ég meina ég er ekki sáttur ef ég er ekki að spila allar mínútur og það er þannig hjá öllum. En við erum lið, liðið hefur verið að gera vel og maður verður að sýna því líka skilning og þess vegna er mikilvægt að þegar maður fær sénsinn að maður sé klár og mér finnst ég búinn að gera það ágætlega."

Nú eru 2 leikir eftir af venjulegri deildarkeppni og KA situr í 2. sæti.

„Að sjálfsögðu ætlum við bara að fara eins langt og við getum. Við gerum jafntefli hérna í dag og töpum á móti Víking heima síðast þannig auðvitað er það svekkjandi en það er allt opið hin liðin eru líka að misstíga sig þannig í raun og veru er það bara að taka þetta gamla góða, einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir