Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 04. september 2022 21:17
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Snær: Stig sem gæti talið stórt
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jakob Snær Árnason leikmaður KA var hetja liðsins í dag þar sem hann skoraði jöfnunarmark leiksins alveg í blálokin þegar KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað er gaman að skora og ná í stig sem gæti talið stórt en við komum hingað til að fá fleiri og við erum að sjálfsögðu svekktir með það."

Svekkelsi KA manna eru enn meiri þar sem Víkingar þeirra helstu keppinautar um 2. sætið gerðu jafntefli í dag og KA hefði getað búið til þriggja stiga mun á liðunum.

„Já það segir sig bara nokkurnvegin sjálft að sjálfsögðu hefðum við viljað nýta okkur það að þeir séu að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við að klára okkar en við gerðum það ekki alveg í dag en gott að við sýndum allavega smá karakter og komum til baka og náðum stiginu."

Jakob hefur ekki verið lykilmaður í liði KA í sumar en hefur komið töluvert inn á af bekknum og skorað nokkur stór mörk í sumar.

„Ég er svona nokkuð sáttur bara með spilamennskuna. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og ég vill gera betur ég meina ég er ekki sáttur ef ég er ekki að spila allar mínútur og það er þannig hjá öllum. En við erum lið, liðið hefur verið að gera vel og maður verður að sýna því líka skilning og þess vegna er mikilvægt að þegar maður fær sénsinn að maður sé klár og mér finnst ég búinn að gera það ágætlega."

Nú eru 2 leikir eftir af venjulegri deildarkeppni og KA situr í 2. sæti.

„Að sjálfsögðu ætlum við bara að fara eins langt og við getum. Við gerum jafntefli hérna í dag og töpum á móti Víking heima síðast þannig auðvitað er það svekkjandi en það er allt opið hin liðin eru líka að misstíga sig þannig í raun og veru er það bara að taka þetta gamla góða, einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner