Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   sun 04. september 2022 21:17
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Snær: Stig sem gæti talið stórt
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jakob Snær Árnason leikmaður KA var hetja liðsins í dag þar sem hann skoraði jöfnunarmark leiksins alveg í blálokin þegar KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað er gaman að skora og ná í stig sem gæti talið stórt en við komum hingað til að fá fleiri og við erum að sjálfsögðu svekktir með það."

Svekkelsi KA manna eru enn meiri þar sem Víkingar þeirra helstu keppinautar um 2. sætið gerðu jafntefli í dag og KA hefði getað búið til þriggja stiga mun á liðunum.

„Já það segir sig bara nokkurnvegin sjálft að sjálfsögðu hefðum við viljað nýta okkur það að þeir séu að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við að klára okkar en við gerðum það ekki alveg í dag en gott að við sýndum allavega smá karakter og komum til baka og náðum stiginu."

Jakob hefur ekki verið lykilmaður í liði KA í sumar en hefur komið töluvert inn á af bekknum og skorað nokkur stór mörk í sumar.

„Ég er svona nokkuð sáttur bara með spilamennskuna. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og ég vill gera betur ég meina ég er ekki sáttur ef ég er ekki að spila allar mínútur og það er þannig hjá öllum. En við erum lið, liðið hefur verið að gera vel og maður verður að sýna því líka skilning og þess vegna er mikilvægt að þegar maður fær sénsinn að maður sé klár og mér finnst ég búinn að gera það ágætlega."

Nú eru 2 leikir eftir af venjulegri deildarkeppni og KA situr í 2. sæti.

„Að sjálfsögðu ætlum við bara að fara eins langt og við getum. Við gerum jafntefli hérna í dag og töpum á móti Víking heima síðast þannig auðvitað er það svekkjandi en það er allt opið hin liðin eru líka að misstíga sig þannig í raun og veru er það bara að taka þetta gamla góða, einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner