Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   sun 04. september 2022 21:17
Haraldur Örn Haraldsson
Jakob Snær: Stig sem gæti talið stórt
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Ásgeir Sigurgeirsson (vinstri) Jakob Snær Árnason (miðja) Bjarni Aðalsteinsson (hægri)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Jakob Snær Árnason leikmaður KA var hetja liðsins í dag þar sem hann skoraði jöfnunarmark leiksins alveg í blálokin þegar KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Það eru blendnar tilfinningar, auðvitað er gaman að skora og ná í stig sem gæti talið stórt en við komum hingað til að fá fleiri og við erum að sjálfsögðu svekktir með það."

Svekkelsi KA manna eru enn meiri þar sem Víkingar þeirra helstu keppinautar um 2. sætið gerðu jafntefli í dag og KA hefði getað búið til þriggja stiga mun á liðunum.

„Já það segir sig bara nokkurnvegin sjálft að sjálfsögðu hefðum við viljað nýta okkur það að þeir séu að misstíga sig en fyrst og fremst þurfum við að klára okkar en við gerðum það ekki alveg í dag en gott að við sýndum allavega smá karakter og komum til baka og náðum stiginu."

Jakob hefur ekki verið lykilmaður í liði KA í sumar en hefur komið töluvert inn á af bekknum og skorað nokkur stór mörk í sumar.

„Ég er svona nokkuð sáttur bara með spilamennskuna. Auðvitað getur maður alltaf gert betur og ég vill gera betur ég meina ég er ekki sáttur ef ég er ekki að spila allar mínútur og það er þannig hjá öllum. En við erum lið, liðið hefur verið að gera vel og maður verður að sýna því líka skilning og þess vegna er mikilvægt að þegar maður fær sénsinn að maður sé klár og mér finnst ég búinn að gera það ágætlega."

Nú eru 2 leikir eftir af venjulegri deildarkeppni og KA situr í 2. sæti.

„Að sjálfsögðu ætlum við bara að fara eins langt og við getum. Við gerum jafntefli hérna í dag og töpum á móti Víking heima síðast þannig auðvitað er það svekkjandi en það er allt opið hin liðin eru líka að misstíga sig þannig í raun og veru er það bara að taka þetta gamla góða, einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner