Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. febrúar 2023 16:40
Aksentije Milisic
Casemiro gæti misst af úrslitaleik deildabikarsins ef Man Utd áfrýjar
Casemiro rekinn útaf í gær.
Casemiro rekinn útaf í gær.
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn Casemiro, sem hefur verið að spila frábærlega í treyju Manchester United, fékk beint rautt spjald í gær í leik liðsins gegn Crystal Palace.


Hann tók Will Huges, leikmann Palace, hálstaki. Dómari leiksins sá ekki atvikið þar sem margir leikmenn voru að ýtast en VAR senti Andre Marriner í skjáinn.

Hann gaf Casemiro beint rautt spjald sem þýðir að hann verður í leikbanni í tveimur leikjum gegn Leeds United og einum gegn Leicester City.

Erik ten Hag, stjóri Man Utd, sagði að félagið myndi skoða það hvort það ætli sér að áfrýja dómnum.

Ef Man Utd áfrýjar dómnum en tapar málinu þá gæti bæst við einn leikur á bannið hjá Casemiro. Hann myndi þá vera í leikbanni á Wembley í úrslitaleik deildabikarsins gegn Newcastle í lok mánaðar.


Athugasemdir
banner
banner