Ragnar Sigurðsson er brattur og hreinskilinn að vanda fyrir landsliðsverkefnin framundan.
Landsliðið er að búa sig undir heimaleiki gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM, leikirnir verða á laugardag og þriðjudag.
Íslenska liðið stefnir á sex stig úr þessum landsleikjaglugga til að vera með í baráttunni um að komast á þriðja stórmótið í röð.
„Það vita það allir að þetta verða erfiðir leikir en við erum tilbúnir og ætlum okkur sex stig," segir Raggi sem vonast eftir fullum Laugardalsvelli.
„Það er ekkert sjálfgefið að fylla þennan völl en gefur okkur extra þegar hann er fullur."
„Þetta eru heimaleikir og ég lít á þá sem skyldusigra. Það getur allt gerst í þessum leikjum, þetta eru góð lið sem við mætum en við erum með gott lið og erum sterkir á heimavelli."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Raggi meðal annars um
Athugasemdir























