Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eigi að selja Zirkzee strax - „Lítur ekki út eins og fótboltamaður"
Joshua Zirkzee.
Joshua Zirkzee.
Mynd: Man Utd
Hollenski sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Manchester United. Hann hefur verið afskaplega dapur frá því hann skoraði gegn Fulham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þessi 23 ára leikmaður var keyptur frá Blogna á 36,5 milljónir punda á liðnu sumri.

Nú þegar er Zirkzee orðaður við brottför frá United en Samuel Luckhurst, blaðamaður Manchester Evening News, er svo sannarlega ekki hrifinn af hollenska sóknarmanninum.

„Zirkzee lítur ekki út eins og fótboltamaður, og hvað þá sóknarmaður," segir Luckhurst.

„Það var mikið um andvörp í stúkunni eftir að hann kom inn á sem varamaður gegn Chelsea. Núna er hann búinn að gera eitt mark í 15 leikjum."

Luckhurst telur að Man Utd eigi nú þegar að skoða það að selja Zirkzee. Hann sé einfaldlega alls ekki nógu góður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner