Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   þri 06. júní 2023 22:39
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðni Eiríks: FH hjartað skóp sigurinn
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann sterkan 2-0 sigur á Selfoss í kvöld í 7. umferð Bestu deildar kvenna. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur í leikslok.

„Gríðarlega sáttur með þrjú stig og það er komið smá 'run' á liðið og það er jákvætt og við héldum hreinu þriðja leikinn í röð og það er jákvætt, þannig það er fullt af jákvæðum punktum sem við tökum úr þessum leik," sagði Guðni.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH liðið pressaði Selfoss mjög hátt í fyrri hálfleiknum, Guðni var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum sérstaklega.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær, mér fannst hann mjög vel settur upp og stelpurnar skiluðu sínu. Seinni hálfleikur, ég er ekki eins ánægður með hann. Algjör óþarfi að hleypa þeim eitthvað inn í þetta, en það er stundum svona í stöðunni 1-0. Við hefðum átt að koma okkur í þægilegri stöðu í fyrri hálfleik, skora tvö mörk allavega."

Guðni segir FH hjartað vera það sem skóp sigurinn í kvöld.

„FH hjartað skóp sigurinn, aftur vinnum við í grunnþáttum knattspyrnunnar og það skiptir öllu máli. Það er hægt að tala um taktík og svo framvegis, en ef þú vinnur ekki tæklinguna, baráttuna, viljann, ef þú hleypur ekki meira en andstæðingurinn þá lendiru í basli. FH liðið sigraði þar í dag og þess vegna unnum við leikinn," sagði Guðni.

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner