Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
banner
   þri 06. júní 2023 22:39
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðni Eiríks: FH hjartað skóp sigurinn
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann sterkan 2-0 sigur á Selfoss í kvöld í 7. umferð Bestu deildar kvenna. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur í leikslok.

„Gríðarlega sáttur með þrjú stig og það er komið smá 'run' á liðið og það er jákvætt og við héldum hreinu þriðja leikinn í röð og það er jákvætt, þannig það er fullt af jákvæðum punktum sem við tökum úr þessum leik," sagði Guðni.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH liðið pressaði Selfoss mjög hátt í fyrri hálfleiknum, Guðni var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum sérstaklega.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær, mér fannst hann mjög vel settur upp og stelpurnar skiluðu sínu. Seinni hálfleikur, ég er ekki eins ánægður með hann. Algjör óþarfi að hleypa þeim eitthvað inn í þetta, en það er stundum svona í stöðunni 1-0. Við hefðum átt að koma okkur í þægilegri stöðu í fyrri hálfleik, skora tvö mörk allavega."

Guðni segir FH hjartað vera það sem skóp sigurinn í kvöld.

„FH hjartað skóp sigurinn, aftur vinnum við í grunnþáttum knattspyrnunnar og það skiptir öllu máli. Það er hægt að tala um taktík og svo framvegis, en ef þú vinnur ekki tæklinguna, baráttuna, viljann, ef þú hleypur ekki meira en andstæðingurinn þá lendiru í basli. FH liðið sigraði þar í dag og þess vegna unnum við leikinn," sagði Guðni.

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner