Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 06. júní 2023 22:39
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Guðni Eiríks: FH hjartað skóp sigurinn
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH vann sterkan 2-0 sigur á Selfoss í kvöld í 7. umferð Bestu deildar kvenna. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur í leikslok.

„Gríðarlega sáttur með þrjú stig og það er komið smá 'run' á liðið og það er jákvætt og við héldum hreinu þriðja leikinn í röð og það er jákvætt, þannig það er fullt af jákvæðum punktum sem við tökum úr þessum leik," sagði Guðni.


Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Selfoss

FH liðið pressaði Selfoss mjög hátt í fyrri hálfleiknum, Guðni var mjög ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleiknum sérstaklega.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær, mér fannst hann mjög vel settur upp og stelpurnar skiluðu sínu. Seinni hálfleikur, ég er ekki eins ánægður með hann. Algjör óþarfi að hleypa þeim eitthvað inn í þetta, en það er stundum svona í stöðunni 1-0. Við hefðum átt að koma okkur í þægilegri stöðu í fyrri hálfleik, skora tvö mörk allavega."

Guðni segir FH hjartað vera það sem skóp sigurinn í kvöld.

„FH hjartað skóp sigurinn, aftur vinnum við í grunnþáttum knattspyrnunnar og það skiptir öllu máli. Það er hægt að tala um taktík og svo framvegis, en ef þú vinnur ekki tæklinguna, baráttuna, viljann, ef þú hleypur ekki meira en andstæðingurinn þá lendiru í basli. FH liðið sigraði þar í dag og þess vegna unnum við leikinn," sagði Guðni.

Nánar er rætt við Guðna í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir