Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
   fös 06. september 2024 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér líður frábærlega. Það er alltaf frábært að koma á Laugardalsvöll og sækja þrjú stig fyrir framan land og þjóð," sagði Hjörtur Hermannsson við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi í kvöld.

„Það er kærkomið að sækja fyrsta sigurinn í Þjóðadeildinni og svo sannarlega ekki þann síðasta. Það gaf augaleið að það myndi gerast fyrr en seinna. Það er frábært að gera það strax í fyrsta leik hérna. Við ætlum að gera gott mót í þessum riðli."

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Hjörtur kom inn í liði eftir meiðsli Sverris Inga Ingasonar og gerði hann sitt mjög vel. Hann og Daníel Leó Grétarsson náðu vel saman í vörninni.

„Mér leið frábærlega. Það er alltaf gaman að spila fyrir Ísland og frábært að spila með þessum strákum öllum saman. Mér líður alltaf vel að spila með Daníel. Það er bara frábært."

„Við erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin. Það er frábært að sækja þennan sigur í dag."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner