Mörg félög hafa áhuga á Rashford - Fara Antony og Zirkzee á láni? - Undirbúa brottför Alonso - Arsenal skoðar að stækka Emirates
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
   fös 07. júní 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Geggjað að vinna og hvað þá á móti stórliði eins og Englandi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen var ánægður með gott dagsverk á Wembley en Ísland hafði þar 1-0 sigur á móti Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Andri, sem átti stórkostlegt tímabil með Lyngby í Danmörku, lék allan leikinn sem fremsti maður.

Hann var eðlilega ánægður með frammistöðu liðsins gegn einni bestu fótboltaþjóð heims.

„Ótrúlega vel. Frábær völlur og við spiluðum ógeðslega vel og alltaf geggjað að vinna og hvað þá að gera það á móti stórliði eins og Englandi.“

„Ég bjóst kannski ekki við því en við mættum hingað til að vinna eins og við gerum alltaf. Við vorum með gott gameplan og vissum hvað við vildum gera og fá út úr þessum leik. Allt saman mjög jákvætt,“
sagði Andri Lucas við Fótbolta.net.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið, en hann segir að planið hafi ekki verið sérstaklega til þess gert að eyðileggja partíið fyrir heimamönnum.

„Já, kannski. Það var ekki aðallega það sem við vorum að hugsa um í dag. Bara spila okkur leik og halda áfram að þróa hann. Við vorum ótrúlega þéttir og geggjaðir í vörninni í dag og ógna vel hátt uppi á þeirra helming.“

Andri var að glíma við John Stones og Marc Guehi, miðverði Englendinga. Stones hefur verið frábær í liði Manchester City síðustu ár á meðan Guehi hefur verið að gera vel hjá Crystal Palace.

„Ógeðslega góðir hafsentar en frábært fyrir mig að geta spilað á móti hafsentum eins og þessum leikmönnum sem spila á hæsta gæðastigi. Flott áskorun,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner