Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Geggjað að vinna og hvað þá á móti stórliði eins og Englandi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen var ánægður með gott dagsverk á Wembley en Ísland hafði þar 1-0 sigur á móti Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Andri, sem átti stórkostlegt tímabil með Lyngby í Danmörku, lék allan leikinn sem fremsti maður.

Hann var eðlilega ánægður með frammistöðu liðsins gegn einni bestu fótboltaþjóð heims.

„Ótrúlega vel. Frábær völlur og við spiluðum ógeðslega vel og alltaf geggjað að vinna og hvað þá að gera það á móti stórliði eins og Englandi.“

„Ég bjóst kannski ekki við því en við mættum hingað til að vinna eins og við gerum alltaf. Við vorum með gott gameplan og vissum hvað við vildum gera og fá út úr þessum leik. Allt saman mjög jákvætt,“
sagði Andri Lucas við Fótbolta.net.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið, en hann segir að planið hafi ekki verið sérstaklega til þess gert að eyðileggja partíið fyrir heimamönnum.

„Já, kannski. Það var ekki aðallega það sem við vorum að hugsa um í dag. Bara spila okkur leik og halda áfram að þróa hann. Við vorum ótrúlega þéttir og geggjaðir í vörninni í dag og ógna vel hátt uppi á þeirra helming.“

Andri var að glíma við John Stones og Marc Guehi, miðverði Englendinga. Stones hefur verið frábær í liði Manchester City síðustu ár á meðan Guehi hefur verið að gera vel hjá Crystal Palace.

„Ógeðslega góðir hafsentar en frábært fyrir mig að geta spilað á móti hafsentum eins og þessum leikmönnum sem spila á hæsta gæðastigi. Flott áskorun,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner