Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
banner
   fös 07. júní 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Geggjað að vinna og hvað þá á móti stórliði eins og Englandi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen var ánægður með gott dagsverk á Wembley en Ísland hafði þar 1-0 sigur á móti Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Andri, sem átti stórkostlegt tímabil með Lyngby í Danmörku, lék allan leikinn sem fremsti maður.

Hann var eðlilega ánægður með frammistöðu liðsins gegn einni bestu fótboltaþjóð heims.

„Ótrúlega vel. Frábær völlur og við spiluðum ógeðslega vel og alltaf geggjað að vinna og hvað þá að gera það á móti stórliði eins og Englandi.“

„Ég bjóst kannski ekki við því en við mættum hingað til að vinna eins og við gerum alltaf. Við vorum með gott gameplan og vissum hvað við vildum gera og fá út úr þessum leik. Allt saman mjög jákvætt,“
sagði Andri Lucas við Fótbolta.net.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið, en hann segir að planið hafi ekki verið sérstaklega til þess gert að eyðileggja partíið fyrir heimamönnum.

„Já, kannski. Það var ekki aðallega það sem við vorum að hugsa um í dag. Bara spila okkur leik og halda áfram að þróa hann. Við vorum ótrúlega þéttir og geggjaðir í vörninni í dag og ógna vel hátt uppi á þeirra helming.“

Andri var að glíma við John Stones og Marc Guehi, miðverði Englendinga. Stones hefur verið frábær í liði Manchester City síðustu ár á meðan Guehi hefur verið að gera vel hjá Crystal Palace.

„Ógeðslega góðir hafsentar en frábært fyrir mig að geta spilað á móti hafsentum eins og þessum leikmönnum sem spila á hæsta gæðastigi. Flott áskorun,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner