29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 07. júní 2024 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Andri Lucas: Geggjað að vinna og hvað þá á móti stórliði eins og Englandi
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen
Andri Lucas Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen var ánægður með gott dagsverk á Wembley en Ísland hafði þar 1-0 sigur á móti Englandi í vináttulandsleik.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Andri, sem átti stórkostlegt tímabil með Lyngby í Danmörku, lék allan leikinn sem fremsti maður.

Hann var eðlilega ánægður með frammistöðu liðsins gegn einni bestu fótboltaþjóð heims.

„Ótrúlega vel. Frábær völlur og við spiluðum ógeðslega vel og alltaf geggjað að vinna og hvað þá að gera það á móti stórliði eins og Englandi.“

„Ég bjóst kannski ekki við því en við mættum hingað til að vinna eins og við gerum alltaf. Við vorum með gott gameplan og vissum hvað við vildum gera og fá út úr þessum leik. Allt saman mjög jákvætt,“
sagði Andri Lucas við Fótbolta.net.

Leikurinn var sá síðasti í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið, en hann segir að planið hafi ekki verið sérstaklega til þess gert að eyðileggja partíið fyrir heimamönnum.

„Já, kannski. Það var ekki aðallega það sem við vorum að hugsa um í dag. Bara spila okkur leik og halda áfram að þróa hann. Við vorum ótrúlega þéttir og geggjaðir í vörninni í dag og ógna vel hátt uppi á þeirra helming.“

Andri var að glíma við John Stones og Marc Guehi, miðverði Englendinga. Stones hefur verið frábær í liði Manchester City síðustu ár á meðan Guehi hefur verið að gera vel hjá Crystal Palace.

„Ógeðslega góðir hafsentar en frábært fyrir mig að geta spilað á móti hafsentum eins og þessum leikmönnum sem spila á hæsta gæðastigi. Flott áskorun,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner