,,Ég gaf aldrei upp vonina. Ég veit að það býr ótrúleg seigla í þessu liði. Það skilaði þessu í dag, við gáfumst ekki upp," sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Borgunarbikarnum í kvöld en liðið var 2-0 undir þegar níu mínútur voru eftir og manni færri.
,,Það er ótrúlegt að við höfum náð að skora tvö á síðustu sex mínútunum. Frábært að hafa svona stóran gæja eins og Tryggva á bekknum sem kom inná og kláraði þetta fyrir okkur."
,,Þetta leit vissulega ekki vel út, mjög lítið eftir og 2-0 undir manni færri. En það gaf okkur von að ná fyrsta markinu og svo var ótrulega sætt að ná að skora í lokin."
,,Maður áttar sig ekki á því núna en þetta kemur hægt og rólega þegar það fer að líða á kvöldið."
Nánar er rætt við Halldór Orra í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir























