Viðar Örn Kjartansson, framherji Fylkis í Pepsi-deild karla, var að vonum ánægður með 1-2 sigur liðsins á Stjörnunni í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Fylkir
,,Þetta var frábært og í raun og veru áttum við að vera 1-0 yfir í fyrri hálfleik, bara klaufaskapur hjá okkur. Við vorum miklu betri og verðskuldað hjá okkur," sagði Viðar Örn.
,,Við komum inn í klefa brjálaðir en við svöruðum þessu og hættum aldrei. Við áttum að skora fleiri mörk, en við vorum bara óheppnir."
,,Þið sjáið að það eru gæði í liðinu og við höldum bara ótrauðir áfram og reynum að vinna hvern leik og förum í alla leiki til að vinna og við byrjuðum vel í dag. Þetta er svolítið að smella og erum að nýta færin á réttum tímum og verjast vel á réttu mómentunum."
,,Við gerðum akkurat öfugt í byrjun tímabils. Nýjir leikmenn og sjálfstraust, nýju leikmennirnir eru mjög flottir og styrkja liðið mjög mikið. Ásgeir er frábær, einn besti miðjumaðurinn í deildinni ef ekki sá besti," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























