Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom - Bristol City - 15:00
Úrvalsdeildin
Everton - Chelsea - 14:00
Fulham - Southampton - 14:00
Leicester - Wolves - 14:00
Man Utd - Bournemouth - 14:00
Tottenham - Liverpool - 16:30
Bundesligan
Wolfsburg - Dortmund - 16:30
Bochum - Heidenheim - 14:30
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 4 Guam
Serie A
Atalanta - Empoli - 17:00
Monza - Juventus - 19:45
Roma - Parma - 11:30
Venezia - Cagliari - 14:00
La Liga
Betis - Vallecano - 20:00
Real Madrid - Sevilla - 15:15
Leganes - Villarreal - 17:30
Valencia - Alaves - 13:00
Las Palmas - Espanyol - 17:30
fös 09.ágú 2024 12:30 Mynd: EPA
Magazine image

Spáin fyrir enska - 16. sæti „Það var gjörsamlega sturlað"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin, fari aftur af stað. Það er núna akkúrat vika í fyrsta leik. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki liðanna og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í 16. sæti í spánni eru nýliðar Leicester sem fóru með sigur af hólmi í Championship-deildinni á síðasta tímabili.

Leicester fór með sigur af hólmi í Championship á síðasta tímabili.
Leicester fór með sigur af hólmi í Championship á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Steve Cooper er tekinn við Leicester.
Steve Cooper er tekinn við Leicester.
Mynd/EPA
Enzo Maresca fór og tók við Chelsea.
Enzo Maresca fór og tók við Chelsea.
Mynd/Getty Images
Og hann tók Kiernan Dewsbury-Hall með sér.
Og hann tók Kiernan Dewsbury-Hall með sér.
Mynd/Chelsea
Jamie Vardy er enn að skora mörk.
Jamie Vardy er enn að skora mörk.
Mynd/Getty Images
Wout Faes er með skemmtilega hárgreiðslu.
Wout Faes er með skemmtilega hárgreiðslu.
Mynd/Getty Images
Harry Winks er öflugur miðjumaður.
Harry Winks er öflugur miðjumaður.
Mynd/EPA
Gunnþór Sigurðsson, stuðningsmaður Leicester.
Gunnþór Sigurðsson, stuðningsmaður Leicester.
Mynd/Úr einkasafni
Vardy er frábær.
Vardy er frábær.
Mynd/EPA
Leicester keypti Fatawu frá Sporting.
Leicester keypti Fatawu frá Sporting.
Mynd/Getty Images
Ndidi er sterkur á miðsvæðinu.
Ndidi er sterkur á miðsvæðinu.
Mynd/Getty Images
Þegar Leicester varð Englandsmeistari 2016.
Þegar Leicester varð Englandsmeistari 2016.
Mynd/Getty Images
Frá King Power, heimavelli Leicester.
Frá King Power, heimavelli Leicester.
Mynd/Getty Images
Leicester komst beint aftur upp í deild þeirra bestu á Englandi eftir eitt ár í B-deild. Liðið var á sínum tíma eiginlega bara of gott til að falla en það gekk einhvern veginn ekkert upp og því fór sem fór. Leicester, sem varð gríðarlega óvænt Englandsmeistari fyrir átta árum síðan, fór niður í eitt tímabil og komst beint aftur upp. Tímabilið í Championship gekk nánast fullkomlega upp frá byrjun. Það var smá erfiður kafli eftir áramót, en annars gekk frábærlega og sætið í úrvalsdeildinni var eiginlega aldrei í hættu.

Leicester varð fyrir áfalli fyrr í sumar þegar Enzo Maresca var ráðinn stjóri Chelsea. Hann tók líka með sér miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall sem var frábær fyrir liðið á síðasta tímabili. Maresca var sá sem kom Leicester beint aftur upp og félagið fór í ákveðna stefnubreytingu með honum, en svo breyttist það snöggt. Steve Cooper er tekinn við liðinu en hann er með reynslu úr úrvalsdeildinni, annað en Maresca.

Það er stutt síðan Leicester varð Englandsmeistari og þetta er bara félag sem á að vera í úrvalsdeildinni. Ef spáin rætist þá mun Leicester halda sér uppi en þeir verða ekki langt frá fallbaráttunni.

Stjórinn: Steve Cooper er tekinn við skútunni hjá Leicester eftir að Enzo Maresca fór til Chelsea. Refirnir þurftu að fara í stjóraleit í sumar og enduðu á því að ráða Cooper en í honum fá þeir stjóra með úrvalsdeildarreynslu sem var feikilega vinsæll sem stjóri Forest en var látinn taka pokann sinn þaðan um mitt síðasta tímabil. Cooper er 44 ára en áður en hann tók til starfa hjá Nottingham Forest, þá var hann stjóri Swansea og yngri landsliða Englands.

Leikmannaglugginn: Stærstu kaup Leicester hingað til í sumar hafa verið á leikmanni sem var á láni hjá þeim á síðustu leiktíð. Þetta hefur verið frekar rólegur gluggi hjá Leicester en hópurinn er ekki veikur.

Komnir:
Abdul Fatawu frá Sporting - 17 milljónir punda
Caleb Okoli frá Atalanta - 13 milljónir punda
Michael Golding frá Chelsea - 4 milljónir punda
Bobby De Cordova-Reid frá Fulham - Á frjálsri sölu

Farnir:
Kiernan Dewsbury-Hall til Chelsea - 30 milljónir punda
Harry Souttar til Sheffield United - Á láni
Kelechi Iheanacho til Sevilla - Á frjálsri sölu



Lykilmenn:
Wout Faes - Belgískur miðvörður með athyglisverða hárgreiðslu. Átti ekki sitt besta tímabil síðast þegar Leicester var í ensku úrvalsdeildinni en hann lék mjög vel með liðinu í Championship. Hann var þá byrjunarliðsmaður í vörn Belgíu sem var mjög sterk á Evrópumótinu í sumar.

Harry Winks - Miðjumaður sem lék frábærlega með liðinu í Championship. Var orðinn týndur hjá Tottenham en fann sig betur þegar hann skipti yfir til Leicester. Ef hann heldur áfram uppteknum hætti frá síðasta tímabili þá kemur hann til með að snúa aftur í enska landsliðið fyrr eða síðar.

Jamie Vardy - Er enn mikilvægur þrátt fyrir að vera að vera kominn vel á aldur. Vardy er 37 ára gamall en hann var samt sem áður markahæsti leikmaður liðsins með 20 mörk á síðasta tímabili. Það hlýtur að fara að hægjast á honum en fyrir tímabilið getur hann enn talist sem lykilmaður. Hann var auðvitað hluti af liðinu 2016 sem varð Englandsmeistari.

„Það þarf endurvekja þann anda"

Gunnþór Sigurðsson er stuðningsmaður Leicester en við fengum hann til að segja okkur aðeins meira frá liðinu og áhuga sínum á því fyrir komandi tímabil.

Ég byrjaði að halda með Leicester af því að... Fór að halda með Leicester því að fyrsta sem ég man eftir að hafa séð af enska boltanum í sjónvarpinu var leikur með Leicester. Svo voru allir að halda með Liverpool eða Man U en það kom ekki til greina að halda með liði í rauðu sem KR-ingur.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? Uppáhalds minningin er þegar þeir unnu deildina 2016. Það var gjörsamlega sturlað

Uppáhalds leikmaður allra tíma? Uppáhalds leikmaður er Steve Walsh gaf aldrei tommu eftir.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Síðasta tímabil fór í að komast upp aftur eftir að hafa fallið. Hélt að þetta væri að klúðrast en hafðist fyrir rest.

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Steve Cooper hefur verið hræra í þessu fram og til baka á undirbúningstímabilinu þannig það væri fyrir þig að spyrja hann.

Hvern má ekki vanta í liðið? Það er enginn ómissandi. Liðsheildin vann þennan ótrúlega sigur 2016, það þarf endurvekja þann anda.

Hver er veikasti hlekkurinn? Veikasti hlekkurinn á síðasta tímabili var varnarleikurinn.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Vardy er vissulega farinn að dala en hann er enn frábær.

Við þurfum að kaupa... Leicester vantar sárlega markaskorara sem er á pari við Vardy.

Hvað finnst þér um stjórann? Það var áfall að missa Enzo sem þjálfara og Cooper þarf að sanna sig. Hann er ofarlega á lista hjá veðbönkum um fyrsta þjálfaran sem verður rekinn á komandi tímabili.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Ég vona að Leicester nái að halda sér uppi á meðal þeirra bestu.

Hvar endar liðið? Um miðja deild væri frábært.




Þau sem spáðu: Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke og Sölvi Haraldsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. ?
13. ?
14. ?
15. ?
16. Leicester, 61 stig
17. Brentford, 56 stig
18. Southampton, 42 stig
19. Nottingham Forest, 37 stig
20. Ipswich Town, 27 stig
Athugasemdir
banner