Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. október 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efast um að Liverpool veiti Man Utd samkeppni um Sancho
Mynd: Getty Images
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ekki mikla trú á því að Liverpool muni veita Manchester United samkeppni um Jadon Sancho næsta sumar.

Manchester United eltist við Sancho í sumar en náði ekki að krækja í hann frá Dortmund.

Búast má við að fleiri félög blandi sér í baráttuna um hinn tvítuga Sancho næsta sumar og hefur Liverpool verið nefnt þar á meðal. Barnes sér enga ástæðu fyrir Liverpool að berjast um Sancho.

„Ég sé Sancho ekki komast í liðið á kostnað Salah, Mane og Firmino," sagði Barnes við BonusCodeBets.

„Ef hann kemur þá myndi hann þurfa að berjast um sæti sitt og það er ekki sjálfgefið að hann verði í liðinu. Liverpool er búið að kaupa Jota og er með Origi og Shaqiri, þannig að það kæmi mér mjög á óvart ef félagið myndi fá Sancho."

„Það er gott að fá frábæra leikmenn en mun Liverpool eyða 100 milljónum punda í einn leikmann? Ég efast mjög um það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner