Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 09. nóvember 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Stefnir í tóman völl á Ungverjaland - Ísland
Icelandair
Ungverskir fjölmiðlar segja að yfivofandi sé áhorfendabann á íþróttaviðburðum í landinu þar sem yfirvöld boða hertari sóttvarnaaðgerðir.

Það stefnir því í að úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands um sæti á EM, sem fram fer á Puskas Aréna í Búdapest á fimmtudaginn, verði áhorfendalaus.

Vikt­or Or­ban, forseti Ungverjalands, mun tilkynna aðgerðirnar í dag.

Áður hafði verið áætlað að um 20 þúsund áhorfendum yrði hleypt á leikinn en leikvangurinn tekur 67.215 áhorfendur.

Kórónaveiran heldur áfram að hafa gríðarleg áhrif á fótboltann en margir óvissuþættir eru í gangi varðandi komandi landsleiki Íslands.

Einn leikmaður Ungverja, Dominik Szoboszlai, er í úrvinnslusóttkví eftir að liðsfélagi hans greindist með veiruna.
Hvernig fer Ísland - Sviss á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner