„Ég er mjög ánægð, við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig og við gerðum það“, sagði Anna Þórunn leikmaður Grindavíkur eftir 1-0 sigur á KR. Anna Þórunn átti mjög góðan leik á miðjunni þrátt fyrir að erlendu leikmennirnir í liði Grindavíkur hefðu stolið senunni.
Lestu um leikinn: KR 0 - 1 Grindavík
„Ég er mjög ánægð, við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig og við gerðum það“, sagði Anna Þórunn leikmaður Grindavíkur eftir 1-0 sigur á KR. Anna Þórunn átti mjög góðan leik á miðjunni þrátt fyrir að erlendu leikmennirnir í liði Grindavíkur hefðu stolið senunni.
„Markmiðið var að sækja okkur sterka útlendinga og við gerðum það. Þær eru ekki bara sterkar fótboltalega heldur félagslega líka og þær hafa fittað vel inn í hópinn.“
Nýliðarnir í Grindavík hafa byrjað mótið frábærlega og eru með 6 stig úr þremur leikjum. Átti Grindavíkur liðið von á svo góðri byrjun?
„Við erum með okkar markmið og ætlum að fylgja þeim. Þetta er eitt af þeim. Við áttum kannski ekki von á þessu en við ætluðum að stefna að þessu."
Hægt er að horfa á allt viðtalið við Önnu Þórunni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir