
„Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi," segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir leikinn gegn Tékklandi.
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við erum að fara í stóran leik. Við þekkjum tilfinninguna sem fylgir því að fara í svona dæmi. Við erum vel gíraðir. Mér finnst stemningin í hópnum jafnvel extra góð."
Hannes segir að menn hafi legið yfir fyrri leiknum gegn Tékkum sem tapaðist.
„Við teljum okkur vera vel undirbúna til að spila betri leik en við gerðum það. Ég tala nú ekki um með þessa frábæru áhorfendur sem munu hjálpa okkur mikið."
„Það má alveg búast við því að Tékkarnir komi með svipaðar áherslur og í fyrri leiknum. Verði aggressívir og pressi okkur framarlega. Svo skilst okkur að þjálfarinn þeirra sé brögðóttur og geti tekið upp á ýmsu. Við getum búist við hverju sem er," segir Hannes en Heimir Hallgrímsson hrósaði einmitt þjálfaranum Pavel Vrba í hástert á fréttamannafundi á dögunum.
Viðtalið við Hannes má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir