Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis var sársvekktur eftir merkilegt tap á heimavelli gegn ÍR í Mjólkurbikar karla.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 3 ÍR
Fjölnir leiddi með tveimur mörkum í leikhlé en Reynir Haraldsson setti þrennu á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik og tryggði gestunum úr Breiðholti þannig frækinn sigur.
„Ég er bara sjokkeraður. Þessi leikur þróaðist eins og við vildum, við náðum marki á þá snemma og vorum 2-0 yfir í hálfleik. Ég veit ekki hvort menn hafi haldið að þetta væri komið eða hvað en það var eins og það hafi slokknað á okkur í síðari hálfleik og við fáum þrjú mörk á okkur á fimm mínútum. Það er bara með ólíkindum," sagði Ási að leikslokum.
„Þessar fimm mínútur voru alveg með ólíkindum, það var eins og menn hefðu algjörlega slökkt á sér."
Fjölnir er í efri hluta Lengjudeildarinnar á meðan ÍR leikur í 2. deild og þetta er því mikill skellur fyrir þá gulu.
Lestu um leikinn
Athugasemdir























