Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 10. október 2020 12:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Segir sig sjálft að við viljum halda okkur í A-hlutanum"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Íslands og Ungverjalands á EM2016
Úr leik Íslands og Ungverjalands á EM2016
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Í morgun fór fram fréttamannafundur þar sem Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, og Erik Hamren, landsliðsþjálfari, sátu fyrir svörum.

Ísland er án stiga eftir tvo leiki í riðlinum. Ísland leikur í A-hluta deildarinnar og hefur gert það í bæði skiptin frá því hún var stofnuð. Í síðustu Þjóðadeild tapaði Ísland öllum leikjunum en fjölgað var í A-hlutanum og því hélt Ísland sæti sínum.

Landsliðsþjálfarinn var spurður hversu mikilvægt væri að halda sætinu í A-hlutanum?

„Góð spurning. Það hefur verið erfitt að ná í úrslit til þessa. Við hefðum átt að ná í stig gegn Englandi. Auðvitað er erfitt að ná í úrslit gegn þessum allra bestu liðum," sagði Erik.

„Stærri þjóðirnar hafa úr fleiri leikmönnum að velja og auðveldara fyrir þau að ná í úrslit, auðveldara að skipta inn og út leikmönnum."

„Ég veit ekki með fjárhagslegu hliðina en það segir sig sjálft að við viljum halda okkur í A-hlutanum. Við viljum vinna Danmörku á morgun og svo sjáum við til."


Hugsar ekki um möguleikann
Lokaspurningin á fundinum var um leikinn í Ungverjalandi á morgun. Hugsar Hamren um möguleikann á því að leiknum verði frestað vegna aukningu covid-smita í heiminum?

„Ég hugsa ekki um möguleikann á því að þeim leik verði frestað. Við vorum klárir að spila gegn Rúmeníu í mars og svo í júní. Ef eitthvað breytist þá tökum við á því," sagði Hamren að lokum.

Annað af blaðamannafundinum:
Kári ekki með í næstu leikjum - Arnór Sig meiddur á ökkla
Spáð mikilli rigningu á morgun - „Engar áhyggjur af vellinum"
Aron Einar: Vonandi bíður mín medalía þegar ég kem út
„Ekkert vesen að gíra sig upp til að ná í fyrsta sigurinn gegn Danmörku"
Hamren: Þurfum enn betri frammistöðu gegn Danmörku
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner