Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 10. október 2024 18:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi. Við vissum að með sigri væri úrslitaleikur við Dani og við náðum ekki að klára það sem er rosalega svekkjandi." Segir Logi Hrafn Róbertsson eftir tap U21 landsliðsins gegn Lítháen

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ísland náði sér aldrei á strik í dag og margt hefði betur mátt fara.

„Það vantaði gæði í fyrirgjafir og slútt. Við gerum mistök og það er alltaf refsað fyrir það í landsliðsbolta."

Litháen var stigalaust fyrir leikinn og Logi var spurður hvort það hefði vantað upp á hugarfar leikmanna.

„Við vorum held ég ekki með vanmat. Við vissum að þetta væri erfiður leikur. Þetta var bara ekki okkar dagur og boltinn vildi bara ekki inn."

EM draumurinn er úti eftir undankeppni sem einkenndist af háum hæðum og lágum lægðum.

„Við spiluðum marga góða leiki. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur, þessi leikur og leikurinn gegn Wales fóru hinsvegar með þetta."

Logi er einn af mörgum leikmönnum liðsins sem er gjaldgengur í næstu undankeppni.

„Það er mjög spennandi. Það er alltaf gaman að spila með landsliðinu og fá annan séns að komast inn á lokamótið."
Athugasemdir
banner
banner