Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
Ólafur Ingi: Allir landsleikir mikilvægir
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Andri Fannar: Hefur verið heiður að vera fyrirliði þessa liðs
Logi alltaf á milljón: Gerir mjög mikið fyrir minn haus
Alls ekki blendnar tilfinningar - „Held mjög mikið með Stebba"
Sverrir gerði ekki alla ánægða með skiptunum - „Það var lífsreynsla"
Útilokar ekki heimkomu - „Markmiðið mitt að komast á hærri stað"
Sér ekki fyrir sér núna að spila fyrir annað félag á Íslandi - Stefnir út
Ólafur Ingi: Ótrúlegt að þeir séu ekki enn með stig í riðlinum
Orri Steinn um lífið á Spáni: Kærastan passar upp á mig
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
banner
   fim 10. október 2024 18:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Logi Hrafn: Við vissum að þetta væri erfiður leikur
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög svekkjandi. Við vissum að með sigri væri úrslitaleikur við Dani og við náðum ekki að klára það sem er rosalega svekkjandi." Segir Logi Hrafn Róbertsson eftir tap U21 landsliðsins gegn Lítháen

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  2 Litáen U21

Ísland náði sér aldrei á strik í dag og margt hefði betur mátt fara.

„Það vantaði gæði í fyrirgjafir og slútt. Við gerum mistök og það er alltaf refsað fyrir það í landsliðsbolta."

Litháen var stigalaust fyrir leikinn og Logi var spurður hvort það hefði vantað upp á hugarfar leikmanna.

„Við vorum held ég ekki með vanmat. Við vissum að þetta væri erfiður leikur. Þetta var bara ekki okkar dagur og boltinn vildi bara ekki inn."

EM draumurinn er úti eftir undankeppni sem einkenndist af háum hæðum og lágum lægðum.

„Við spiluðum marga góða leiki. Heilt yfir er ég nokkuð sáttur, þessi leikur og leikurinn gegn Wales fóru hinsvegar með þetta."

Logi er einn af mörgum leikmönnum liðsins sem er gjaldgengur í næstu undankeppni.

„Það er mjög spennandi. Það er alltaf gaman að spila með landsliðinu og fá annan séns að komast inn á lokamótið."
Athugasemdir
banner
banner