Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   þri 11. júní 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Breiðablik hefur verið á miklu flugi," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Byrjunin var erfið en mér fannst við komast vel inn í leikinn eftir það. Seinni hálfleikurinn var frábær að því leyti að við náðum inn markinu sem við töluðum um í leikhléinu. Við fengum færi en svo fannst mér vítið alltof mjúkt. Ég held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda. Við vorum 3-1 undir og vorum komin aftur inn í leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Glenn var ánægður með baráttuna í seinni hálfleiknum en hvernig útskýrir hann byrjunina á leiknum þar sem Keflavík lenti 3-0 undir eftir 17 mínútur?

„Við vorum sofandi í föstum leikatriðum. Ef það er ekki kveikt á þér í þessum augnablikum gegn Breiðabliki þá er þér refsað," sagði hann.

Honum fannst Keflavík eiga möguleika á því að komast aftur inn í leikinn eftir að þær náðu inn marki snemma í seinni hálfleik.

„Já, klárlega. Maður fann það og stelpurnar fundu það. Þetta er synd, mikil synd," sagði Glenn. „Okkur fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Þetta er stór ákvörðun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner