Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   þri 11. júní 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Breiðablik hefur verið á miklu flugi," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Byrjunin var erfið en mér fannst við komast vel inn í leikinn eftir það. Seinni hálfleikurinn var frábær að því leyti að við náðum inn markinu sem við töluðum um í leikhléinu. Við fengum færi en svo fannst mér vítið alltof mjúkt. Ég held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda. Við vorum 3-1 undir og vorum komin aftur inn í leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Glenn var ánægður með baráttuna í seinni hálfleiknum en hvernig útskýrir hann byrjunina á leiknum þar sem Keflavík lenti 3-0 undir eftir 17 mínútur?

„Við vorum sofandi í föstum leikatriðum. Ef það er ekki kveikt á þér í þessum augnablikum gegn Breiðabliki þá er þér refsað," sagði hann.

Honum fannst Keflavík eiga möguleika á því að komast aftur inn í leikinn eftir að þær náðu inn marki snemma í seinni hálfleik.

„Já, klárlega. Maður fann það og stelpurnar fundu það. Þetta er synd, mikil synd," sagði Glenn. „Okkur fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Þetta er stór ákvörðun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner