Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 11. júní 2024 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Breiðablik hefur verið á miklu flugi," sagði Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Byrjunin var erfið en mér fannst við komast vel inn í leikinn eftir það. Seinni hálfleikurinn var frábær að því leyti að við náðum inn markinu sem við töluðum um í leikhléinu. Við fengum færi en svo fannst mér vítið alltof mjúkt. Ég held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda. Við vorum 3-1 undir og vorum komin aftur inn í leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  2 Keflavík

Glenn var ánægður með baráttuna í seinni hálfleiknum en hvernig útskýrir hann byrjunina á leiknum þar sem Keflavík lenti 3-0 undir eftir 17 mínútur?

„Við vorum sofandi í föstum leikatriðum. Ef það er ekki kveikt á þér í þessum augnablikum gegn Breiðabliki þá er þér refsað," sagði hann.

Honum fannst Keflavík eiga möguleika á því að komast aftur inn í leikinn eftir að þær náðu inn marki snemma í seinni hálfleik.

„Já, klárlega. Maður fann það og stelpurnar fundu það. Þetta er synd, mikil synd," sagði Glenn. „Okkur fannst þetta ekki vera vítaspyrna. Þetta er stór ákvörðun."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner