Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, spjallaði við Fótbolta.net eftir 1-1 jafnteflið gegn Noregi í kvöld en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
„Ég er bara ánægð. Þar sem við lentum undir þá er maður sáttari við stigið. Þetta voru kannski bara sanngjörn úrslit," sagði Hallbera.
Íslenska liðið var dapurt í fyrri hálfleik,
„Við vorum of langt frá hvorri annarri og við getum ekki boðið upp á svona hálfleika á þessu móti."
Athugasemdir






















