Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 11. júlí 2024 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óli Valur: Ekkert skemmtilegra í heiminum en að spila með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óli Valur Ómarsson leikmaður Stjörnunnar átti virkilega góðan leik í kvöld þegar liðið hans sigraði Linfield frá Norður-Írlandi í forkeppni Sambandsdeildarinnar 2-0.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Þetta er 'physical' lið, aggressívir og bara virkilega seigir. Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum, við komum okkur í stöður, trekk í trekk, erum að sækja hratt á þá, koma okkur í góð færi, skorum mörk, höldum hreinu. Mér leið mjög vel í dag."

Miðjan hjá Stjörnunni í dag var skipuð mjög ungum leikmönnum. Róbert Frosti Þorkelsson og Helgi Fróði Ingason eru báðir fæddir 2005 á meðan Kjartan Már Kjartansson er fæddur 2006. Þetta var miðja Stjörnumanna í dag og því enginn yfir tvítugt. Þeir stóðu sig hinsvegar mjög vel.

„Þessir gæjar eru bara svo góðir í fótbolta að þeir geta reddað sér á hvaða sviði sem er held ég. Þeir voru bara ekkert eðlilega góðir í dag, allir þrír. Stóðu sig bara virkilega vel."

Óli var að spila sinn fyrsta Evrópu leik með Stjörnunni og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Leikgleðin skein af honum í kvöld.

„Það var bara virkilega gaman, það er mjög gaman að spila í Stjörnunni. Þegar við vinnum leiki og erum að spila vel, þá er ekkert skemmtilegra í heiminum."

Stjarnan náði að stjórna þessum leik nokkuð vel á heimavelli en það má líkast til búast við öðrum leik þegar komið er til Norður-Írlands.

„Hann (seinni leikurinn) mun 100% henta þeirra leik miklu betur. Gras, þeir vanir, og við ekkert endilega besta gras liðið. Við munum bara þurfa að sýna það sem við sýndum í dag, við vorum virkilega sterkir inn í teig, þéttum vel, vorum duglegir að færa okkur á millin svæða, og gerðum virkilega vel. Þannig að bara svipað dæmi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner