Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 12. júlí 2018 20:38
Egill Sigfússon
Gunnar Þorsteins: Á Englandi væri þetta ekki einu sinni aukaspyrna
Gunnar var ekki sammála rauða spjaldinu
Gunnar var ekki sammála rauða spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grindavík tók á móti KA í kvöld og töpuðu 2-1 þar sem KA skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindvíkinga var mjög vonsvikinn með úrslitin í leik sem honum fannst liðið spila ágætlega í.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 KA

„Vonbrigði eru mér efst í huga eftir leik, við spilum þennan leik að mestu leyti þokkalega, þetta var engin stjörnuframmistaða en ekki dapurt heldur. Maður hefur ekki efni á því að klikka á svona einföldum hlutum eins og við gerðum í dag í efstu deild."

Aðspurður hvort honum fannst Grindavík klúðra þessu sjálfur tók Gunnar ekkert af KA-mönnum sem kláruðu færin vel en sagði liðið aðeins þurfa að skoða sinn leik eftir þrjá tapleiki í röð.

„Ég ætla ekki neitt af þeim, þeir klára þessi færi mjög vel en aftur á móti klikkum við á þrem dauðafærum þar sem við hefðum getað slökkt í þessum leik. Þriðji tapleikurinn í röð og við erum augljóslega að gera eitthvað vitlaust og þurfum að fara í smá naflaskoðun"

Einhver undarlegasti dómur sumarsins var þegar mark var dæmt af KA og enginn vissi af hverju, Gunnar hélt að það myndi klárlega vera þeim í hag og þeir myndu þá taka yfir leikinn en önnur var raunin.

„Það var skrifað í skýin að við myndum klára þennan leik eftir það, ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en ég hélt að þetta myndi koma mómentinu okkar megin en við náðum ekki að láta kné fylgja kviði."

Marinó Axel Helgason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir rúmlega 70 mínútna leik, Gunnari fannst það rangur dómur.

„Mér finnst hann fara heiðarlega inn í þetta návígi, hann tekur boltann þó hann fari í manninn á eftir, ég get sagt ykkur það að á Englandi hefði þetta ekki einu sinni verið aukaspyrnu."
Athugasemdir
banner