Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   fös 12. júlí 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Icelandair
Glódís fagnar eftir leik.
Glódís fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er draumadagur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo súrrealískt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Ég er svo stolt og meyr yfir þessu öllu saman. Framlagið frá liðinu í dag var bara í heimsklassa. Þetta er geggjaður dagur."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Gastu ímyndað þér að þetta myndi fara svona?

„Það eru skilaboð á milli mín og Karó þar sem ég sagði að 'djöfull yrði gaman að komast á EM á móti Þýskalandi heima'. Ætli maður sé ekki búinn að 'manifesta' þetta lúmskt í smá tíma. Ég og Ingibjörg ræddum það í morgun að við værum að spila á móti Þýskalandi og værum búnar að vera í sumarfríi," sagði Glódís og hló.

„Framlagið frá öllum leikmönnunum var það sem skilaði okkur sigrinum."

Glódís bjargaði ótrúlega í seinni hálfleiknum þegar staðan var 2-1.

„Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Glódís og hló. „Boltinn er bara á leiðinni inn og ég reyni að gera bara eitthvað."

Á þessum tímapunkti stendur Sveindís Jane Jónsdóttir í dyragættinni og kallar: „Þetta var ekkert eðlilega vel gert."

„Fyrst hugsaði ég að ég væri aldrei að fara að ná boltanum. Svo veit ég ekki hvort vindurinn hafi stoppað hann eða eitthvað. Ég fékk svona: 'Shit, ég get náð honum'. Þetta gerðist mjög hratt en það var gaman að geta bjargað þessu svona því það munar um að hafa fengið 2-1 á sig í þessari stöðu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um stuðninginn í kvöld og Evrópumótið sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner