Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 12. júlí 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Icelandair
Glódís fagnar eftir leik.
Glódís fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er draumadagur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo súrrealískt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Ég er svo stolt og meyr yfir þessu öllu saman. Framlagið frá liðinu í dag var bara í heimsklassa. Þetta er geggjaður dagur."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Gastu ímyndað þér að þetta myndi fara svona?

„Það eru skilaboð á milli mín og Karó þar sem ég sagði að 'djöfull yrði gaman að komast á EM á móti Þýskalandi heima'. Ætli maður sé ekki búinn að 'manifesta' þetta lúmskt í smá tíma. Ég og Ingibjörg ræddum það í morgun að við værum að spila á móti Þýskalandi og værum búnar að vera í sumarfríi," sagði Glódís og hló.

„Framlagið frá öllum leikmönnunum var það sem skilaði okkur sigrinum."

Glódís bjargaði ótrúlega í seinni hálfleiknum þegar staðan var 2-1.

„Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Glódís og hló. „Boltinn er bara á leiðinni inn og ég reyni að gera bara eitthvað."

Á þessum tímapunkti stendur Sveindís Jane Jónsdóttir í dyragættinni og kallar: „Þetta var ekkert eðlilega vel gert."

„Fyrst hugsaði ég að ég væri aldrei að fara að ná boltanum. Svo veit ég ekki hvort vindurinn hafi stoppað hann eða eitthvað. Ég fékk svona: 'Shit, ég get náð honum'. Þetta gerðist mjög hratt en það var gaman að geta bjargað þessu svona því það munar um að hafa fengið 2-1 á sig í þessari stöðu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um stuðninginn í kvöld og Evrópumótið sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner