Man Utd gæti gert tilboð í Berge - Arsenal hefur enn áhuga á Osimhen - Tottenham hefur áhuga á Solanke
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Úr botnliðinu í toppliðið - „Þýðir að ég hafi gert eitthvað rétt"
‚Menn geta fylgst með honum í framtíðinni‘
Baldvin segir sinn mann hafa verðskuldað rauða spjaldið
Jakob blóðugur eftir viðskipti við Orra Sigurð: Frekar ósáttur með þetta
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Haddi ánægður með stuðninginn - „Virkilega góður dagur fyrir KA"
Rúnar Kristins: Það lögðu allir sitt á vogarskálarnar
Viðar Örn: Get ekki beðið eftir því að skora í næsta leik
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Dominic: Erfitt að hafa svona stutt á milli leikja
Rúnar Páll: Ódýrt víti, gefins víti réttara sagt
Höskuldur: Ísak er sterkur strákur
Halldór Árna: Ég var ekkert sáttur við það heldur
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Heimir Guðjóns: Of margir í mínu liði sem vildu ekki fá boltann
Arnar Gunnlaugs: Sveinn Gísli, þú ert ekki að fara fet
Brynjar ósáttur: Þarf að kíkja í reglubókina
Selfyssingar með gott forskot fyrir versló - „Strákahelgi framundan"
   fös 12. júlí 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Icelandair
Glódís fagnar eftir leik.
Glódís fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er draumadagur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo súrrealískt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Ég er svo stolt og meyr yfir þessu öllu saman. Framlagið frá liðinu í dag var bara í heimsklassa. Þetta er geggjaður dagur."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Gastu ímyndað þér að þetta myndi fara svona?

„Það eru skilaboð á milli mín og Karó þar sem ég sagði að 'djöfull yrði gaman að komast á EM á móti Þýskalandi heima'. Ætli maður sé ekki búinn að 'manifesta' þetta lúmskt í smá tíma. Ég og Ingibjörg ræddum það í morgun að við værum að spila á móti Þýskalandi og værum búnar að vera í sumarfríi," sagði Glódís og hló.

„Framlagið frá öllum leikmönnunum var það sem skilaði okkur sigrinum."

Glódís bjargaði ótrúlega í seinni hálfleiknum þegar staðan var 2-1.

„Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Glódís og hló. „Boltinn er bara á leiðinni inn og ég reyni að gera bara eitthvað."

Á þessum tímapunkti stendur Sveindís Jane Jónsdóttir í dyragættinni og kallar: „Þetta var ekkert eðlilega vel gert."

„Fyrst hugsaði ég að ég væri aldrei að fara að ná boltanum. Svo veit ég ekki hvort vindurinn hafi stoppað hann eða eitthvað. Ég fékk svona: 'Shit, ég get náð honum'. Þetta gerðist mjög hratt en það var gaman að geta bjargað þessu svona því það munar um að hafa fengið 2-1 á sig í þessari stöðu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um stuðninginn í kvöld og Evrópumótið sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner