Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 12. júlí 2024 20:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Glódís meyr og stolt - „Shit, ég get náð honum"
Icelandair
Glódís fagnar eftir leik.
Glódís fagnar eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sjáumst í Sviss!
Sjáumst í Sviss!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta er draumadagur. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta er svo súrrealískt," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, eftir 3-0 sigur gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Ég er svo stolt og meyr yfir þessu öllu saman. Framlagið frá liðinu í dag var bara í heimsklassa. Þetta er geggjaður dagur."

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

Gastu ímyndað þér að þetta myndi fara svona?

„Það eru skilaboð á milli mín og Karó þar sem ég sagði að 'djöfull yrði gaman að komast á EM á móti Þýskalandi heima'. Ætli maður sé ekki búinn að 'manifesta' þetta lúmskt í smá tíma. Ég og Ingibjörg ræddum það í morgun að við værum að spila á móti Þýskalandi og værum búnar að vera í sumarfríi," sagði Glódís og hló.

„Framlagið frá öllum leikmönnunum var það sem skilaði okkur sigrinum."

Glódís bjargaði ótrúlega í seinni hálfleiknum þegar staðan var 2-1.

„Ég veit það ekki, ég veit ekki hvað ég á að segja," sagði Glódís og hló. „Boltinn er bara á leiðinni inn og ég reyni að gera bara eitthvað."

Á þessum tímapunkti stendur Sveindís Jane Jónsdóttir í dyragættinni og kallar: „Þetta var ekkert eðlilega vel gert."

„Fyrst hugsaði ég að ég væri aldrei að fara að ná boltanum. Svo veit ég ekki hvort vindurinn hafi stoppað hann eða eitthvað. Ég fékk svona: 'Shit, ég get náð honum'. Þetta gerðist mjög hratt en það var gaman að geta bjargað þessu svona því það munar um að hafa fengið 2-1 á sig í þessari stöðu."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um stuðninginn í kvöld og Evrópumótið sem fram fer í Sviss á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner