Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
   sun 12. september 2021 16:48
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Agla María: Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki
Kvenaboltinn
Agla María í leik fyrr í sumar
Agla María í leik fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög gott að klára deildina af svona krafti og sérstaklega því við eigum þær í bikarúrslitum núna eftir 2 vikur, þannig það er bara mjög gott að klára þær svona afgerandi," sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks eftir 6-1 sigur á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-Max deildar kvenna.

Breiðablik og Þróttur R. mætast aftur í bikarúrslitum 1. október.

„Það er alveg gjörsamlega nýr leikur og eins og er alltaf í bikarnum, þetta er bara ný keppni og þær eru með hörkulið þrátt fyrir að tölurnar í dag kannski sýni það ekki. Það verður hörkuleikur en við erum barar mjög spenntar."

Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þróttur R.

Breiðablik endar í 2. sætinu í Pepsi-Max deildinni en eru sem fyrr segir komnar í bikarúrslit, ásamt því að hafa náð þeim sögulega árangri að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Ég get sagt að við verðum sáttar með tímabilið ef við verðum bikarmeistarar, ég get orðað það svoleiðis kannski," hafði Agla María um tímabilið að segja.

Agla María er næstmarkahæst í Pepsi-Max deildinni með 12 mörk, einu marki færra en Brenna Lovera leikmaður Selfoss. Hún skoraði eitt mark í dag og átti þrjár stoðsendingar, en hún hefði þurft tvö mörk í dag til að jafna Brennu.

„Jú, það er kannski smá fúlt en ég tek bara stoðsendingarnar í staðin."

Eins og áður sagði eru Blikar á leiðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en fólk hefur velt fyrir sér hvort Agla María verði áfram eða ætli að reyna fyrir sér í atvinnumennsku eftir tímabilið.

„Ég fer í riðlakeppnina með Breiðabliki, það er allavega eins og staðan er núna," sagði Agla María að lokum.
Athugasemdir
banner
banner