Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
banner
banner
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 8. september
Undankeppni EM
þriðjudagur 5. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 4. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 3. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla
þriðjudagur 28. nóvember
Championship
Cardiff City - West Brom - 19:45
Coventry - Plymouth - 19:45
Hull City - Rotherham - 19:45
Middlesbrough - Preston NE - 19:45
QPR - Stoke City - 19:45
Watford - Norwich - 20:00
Meistaradeild E-riðill
Lazio - Celtic - 17:45
Feyenoord - Atletico Madrid - 20:00
Meistaradeild F-riðill
PSG - Newcastle - 20:00
Milan - Dortmund - 20:00
Meistaradeild G-riðill
Man City - RB Leipzig - 20:00
Young Boys - Rauða stjarnan - 20:00
Meistaradeild H-riðill
Shakhtar D - Antwerp - 17:45
Barcelona - Porto - 20:00
banner
mið 13.apr 2022 17:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Magazine image

Spá Fótbolta.net - 1. sæti: Víkingur

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Víkingur muni enda í 1. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Ef spáin rætist mun Víkingur verja Íslandsmeistaratitilinn.

watermark Fyrirliðinn Júlíus Magnússon
Fyrirliðinn Júlíus Magnússon
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Ungstirnin mæla með því að áhorfendur fylgist með Loga í sumar.
Ungstirnin mæla með því að áhorfendur fylgist með Loga í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Það er vesen að eiga við Pablo inn á vellinum.
Það er vesen að eiga við Pablo inn á vellinum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Það er hægara sagt en gert að koma boltanum framhjá Ingvari.
Það er hægara sagt en gert að koma boltanum framhjá Ingvari.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Sölvi verður Arnari til aðstoðar.
Sölvi verður Arnari til aðstoðar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd/Víkingur
Spáin:
1. Víkingur 111 stig
2. Breiðablik 109 stig
3. Valur 95 stig
4. FH 93 stig
5. KR 87 stig
6. Stjarnan 69 stig
7. KA 65 stig
8. Leiknir 47 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 33 stig
11. Keflavík 19 stig
12. Fram 17 stig

Um liðið: Víkingur endaði sem Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta sinn í tuttugu ár. Liðið stóð einnig uppi sem bikarmeistari. Samanlagt töpuðst átján stig í fyrra og síðustu sex leikirnir í deildinni unnust. Í vetur hefur liði náð í tvo miðverði í staðinn fyrir þá Kára og Sölva og bakvörð í stað Atla Barkar. Ofan á það hafa leikmenn verið sóttir til að auka við breiddina framar á vellinum.Þjálfari - Arnar Gunnlaugsson: Gífurlega góð ára í kringum Arnar sem virtist ekki geta gert neitt rangt á síðasta tímabili. Mjög metnaðargjarn þjálfari sem er með skýra hugmyndafræði en hefur sýnt að hann getur aðlagt leikstíl liðsins að leikstíl andstæðinganna og náð þannig í sigur. Einar Guðnason er hættur sem aðstoðarþjálfari og Sölvi Geir er kominn inn í staðinn.

Styrkleikar: Mikil breidd og gæði í öllum leikstöðum. Þjálfari sem veit hvernig hann vill að sitt lið spilar og leikmenn hafa trú á verkefninu. Samkeppnin er mikil og það verða leikir þar sem leikmenn á meistaraflokksaldri verða utan hóps í sumar.

Veikleikar: Veikleikarnir í liðinu eru ekkert sérstaklega augljósir og verður það verkefni fyrir hina þjálfarana í deildinni að finna þá. Það er frekar þannig að það eru spurningamerki við ákveðin hlutverk innan liðsins sem hægt er að horfa í.

Lykilmenn: Pablo Punyed og Ingvar Jónsson. Pablo kom frábærlega inn í lið Víkings í fyrra og mikilvægi hans er orðið enn meira eftir að þeir Kári og Sölvi stigu til hliðar. Pablo er mikill leiðtogi og mikill sigurvegari sem aðrir verða að geta horft til. Með Ingvar í markinu er Víkingur alltaf líklegt til að vinna jafna leiki og er takturinn í honum eftir síðasta tímabil þannig að hann geti ekki tapað leik.

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með: Logi Tómasson er fæddur árið 2000 og spilar vinstri bakvörð. Hann er með frábæran vinstri fót, góður tæknilega og vonandi fær hann sénsinn í byrjunarliðinu oftar en síðustu ár. Tækifærunum ætti að fara fjölgandi eftir söluna á Atla Barkar og þegar Atli var valinn í A-landsliðið fékk Logi kallið í U21 landsliðið. Logi er frábær sóknarlega en það hefur verið hægt að setja spurningamerki við hann varnarlega. Þegar hann hefur fengið tækifæri þá hefur hann sýnt að hann er virkilega góður í fótbolta og við vonum að Arnar Gunnlaugs veiti honum traustið.

Spurningarnar: Ná Oliver og Kyle að fylla í skarð Kára og Sölva? Nær Arnar að trekkja Nikolaj aftur í að skora yfir tíu mörk? Taka leikmenn eins og Karl, Júlíus, Kristall og Viktor næsta skref og gera með því tilkall til þess að fara út í atvinnumennsku? Tveir algjörir leiðtogar horfnir úr liðinu, stíga aðrir upp í staðinn?

Völlurinn: Völlurinn í Víkinni er frábærlega staðsettur veðurfarslega séð. Það getur verið kaldur vindur á höfuðborgarsvæðinu en samt logn í Víkinni. Það er meðbyr með liðinu og stuðningsmenn ættu að halda áfram að mæta vel. Liðið vann átta af ellefu heimaleikjum í fyrra og gerði þrjú jafntefli. Það er komin venja að tapa ekki á heimavelli og Víkingur alltaf líklegra liðið til að vinna ef spilað er í Víkinni.

Fyrirliðinn segir - Júlíus Magnússon
„Mér líst bara vel á þessa spá, þetta var alveg viðbúið eftir að við urðum tvöfaldir meistarar í fyrra. Mér líst vel á liðið og hlakka til. Við erum með öðruvísi lið en í fyrra, erum með fleiri leikmenn sem geta breytt leikjum og gert hluti upp á eigin spýtur. Við missum tvo algjöra leiðtoga og maður hugsar þá út í andlega styrkinn hjá hinum sem eru eftir. Við þurfum að ná andlega styrknum á sama stað og hann var í fyrra og stilla okkur saman."

Komnir
Ari Sigurpálsson frá Ítalíu
Arnór Borg Guðjohnsen frá Fylki
Birnir Snær Ingason frá HK
Davíð Örn Atlason frá Breiðabliki
Kyle McLagan frá Fram
Oliver Ekroth frá Svíþjóð
Axel Freyr Harðarson frá Kórdrengjum (var á láni)

Farnir
Atli Barkarson til Danmerkur
Halldór Jón Sigurður Þórðarson til ÍBV
Kári Árnason hættur
Kwame Quee til Sádí-Arabíu
Sölvi Geir Ottesen hættur

Fyrstu fimm leikir Víkings:
18. apríl Víkingur - FH
24. apríl ÍA - Víkingur
28. apríl Víkingur - Keflavík
2. maí Víkingur - Stjarnan
8. maí Leiknir - Víkingur

Hin hliðin:
Halldór Smári Sigurðsson
Ingvar Jónsson
Nikolaj Hansen

Sterkasta byrjunarliðið að mati Fótbolta.net:


Aðrir leikmenn:
Logi Tómasson - 3
Kyle McLagan - 5
Helgi Guðjónsson - 9
Adam Ægir Pálsson - 11
Sigurður Steinar Björnsson - 14
Arnór Borg Guðjohnsen - 15
Þórður Ingason - 16
Ari Sigurpálsson - 17
Birnir Snær Ingason - 18
Axel Freyr Harðarson - 19
Bjarki Björn Gunnarsson - 25
Jóhannes Dagur Geirdal - 26
Stígur Diljan Þórðarson - 28
Tómas Þórisson - 29
Ísak Daði Ívarsson - 30
Uggi Jóhann Auðunsson - 99

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Brynjar Ingi Erluson, Egill Sigfússon, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Úlfur Blandon
Athugasemdir
banner
banner