Olga Færseth, fyrrum landsliðskona, er mætt til Englands að fylgjast með landsliðinu spila gegn Ítalíu á EM í dag.
„Það er flott stemning hér og hún verður örugglega ekki síðri klukkan fimm [fjögur á íslenskum tíma] í dag. Ég var á Evrópumótinu árið 2017 og ef eitthvað er þá er þetta orðið ennþá stærra núna. Það er alveg rosalega gaman að sjá þetta,"
Olga er bjartsýn fyrir leikinn en hún vill sjá breytingar á byrjunarliðinu aðallega á miðjunni.
„Hann leggst fínt í mig. Miðjan úr leik eitt er að trufla mig. Mér finnst þær þrjár bara of líkir leikmenn, það vantar svolítið hraðann. Það sem Dagný hefur fram yfir hinar tvær er að hún er ofboðslega mikilvæg fyrir okkur í föstum leikatriðum og er að setja mark örugglega í öðrum hverjum leik."
Hún er tilbúin að halda Dagný í liðinu en finnst Gunnhildur og Sara of líkar.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir

























