Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   sun 14. ágúst 2022 20:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki: Fannst við geta skorað fleiri mörk
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór vann gríðarlega sterkan sigur á toppliði HK 2-0 í Lengjudeildinni í kvöld. Þór fer upp í 6. sætið tímabundið að minnsta kosti eftir sigurinn. Þorlákur Árnason þjálfari Þórs var að vonum ánægður með sigurinn í leikslok.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 HK

„Þetta er þriðji leikurinn á átta dögum fyrir okkur, maður var helst smeykur við orkustigið í leiknum en við kláruðum þetta mjög vel. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður, mér fannst við geta skorað fleiri mörk," sagði Láki.

„Við komum þeim á óvart með fyrstu pressunni okkar. Þeir spiluðu betur í seinni hálfleik og gátu saxað á þetta, mér fannst við geta gert betur í skyndisóknunum en á endanum var þetta sanngjarn sigur."

Frábær fyrri hálfleikur hjá Þór en HK var meira með boltann í þeim síðari. Leið þér vel í síðari hálfleik?

„Nei ég get ekki sagt það, þeir eru með feykilega gott lið. Við náðum að slökkva á þeim einn á einn, varnarleikurinn frá fremsta að aftasta manni var mjög góður," sagði Láki.


Athugasemdir
banner