Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 14. október 2020 08:30
Aksentije Milisic
Nketiah markahæsti leikmaðurinn í sögu U21 landsliðs Englands
Mynd: Getty Images
Eddie Nketiah, leikmaður Arsenal, varð í gær markahæsti leikmaður í sögu U21 landsliðs Englands. Hann skoraði sigurmark Englands í 2-1 sigri gegn Tyrklandi í undakeppni fyrir EM.

Alan Shearer og Francis Jeffers áttu metið en Nketiah komst yfir þá með markinu í kvöld. Hann hefur nú skorað 14 mörk í 12 leikjum fyrir enska liðið.

Nketiah er 21 árs gamall en hann hefur spilað 25 leiki fyrir aðallið Arsenal og skorað fjögur mörk. Þá lék hann hjá Leeds United á láni í fyrri hluta síðasta tímabils þar sem hann skoraði þrjú mörk í sautján leikjum.

Hann hefur þá spilað fyrir öll yngri landslið Englands.


Athugasemdir
banner
banner