Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 15. janúar 2024 15:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór í KR (Staðfest)
Mynd: KR
Alex Þór Hauksson var rétt í þessu kynntur sem nýr leikmaður KR. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Öster þar sem samningur hans var útrunninn.

Alex er Álftnesingur sem lék með Stjörnunni áður en hann hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2020. Alex skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

„Það er okkur sönn ánægja að bjóða Alex velkominn til KR. Við bindum miklar væntingar við hann og erum sannfærð um að karakter hans, leiðtogahæfileikar og hugarfar muni hjálpa liðinu okkar að komast í fremstu röð aftur. Koma Alex staðfestir að KR nær að laða að sér bestu leikmennina sem í boði eru og teflir fram sterku liði á komandi tímabili," segir Gregg Ryder í tilkynningu KR.

Alex er 24 ára djúpur miðjumaður sem á að baki fjóra A-landsleiki. Hann er þriðji leikmaðurinn sem gengur í raðir KR í vetur.

Komnir
Alex Þór Hauksson frá Öster
Aron Sigurðarson frá Horsens
Hrafn Guðmundsson frá Aftureldingu
Rúrik Gunnarsson frá Aftureldingu (var á láni)

Farnir
Kennie Chopart í Fram
Kristinn Jónsson í Breiðablik
Jakob Franz Pálsson til Vals (var á láni frá Venezia)
Athugasemdir
banner
banner