Keflvíkingar tóku á móti KR-ingum á gervigrasvellinum fyrir aftan Nettóhöllina í Reykjanesbæ fyrr í dag. Staðan var jöfn, 0-0 þegar Helgi Mikael flautaði til hálfleiks, en liðin komu sterkari út í seinni hálfleikinn sem var stórgóð skemmtun.
Keflvíkingar þurftu þó að lúta í lægra haldi þar sem KR-ingar fóru með 0-2 sigur af hólmi.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 KR
„Við fengum okkar færi í þessum leik og gerðum marga fína hluti, en þeir náðu sigrinum núna. Mér fannst við eiga að geta fengið meira útúr þessum leik.''
„Maður tekur hvern leik fyrir sig, við tókum góðan sigur í fyrstu umferð og þetta var leikur sem var í járnum lengst af í leiknum, við fengum okkar færi, sköllum í slánna og mér fannst við eiga að fá víti, sleppum í gegn á móti markmanni í tvö skipti. Við hefðum auðveldlega getað fengið meira útúr þessum leik en nýttum færin okkar illa og getum sjálfum okkur um kennt.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.























