Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
   þri 15. apríl 2025 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Ingi tekur sér ótímabundið hlé frá fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi Benediktsson er að taka sér ótímabundið hlé frá fótbolta en það er sænska félagið Östersund sem greinir frá. Persónulegar ástæður eru fyrir ákvörðun Adams.

„Félagið styður Adam og er í stöðugum samskiptum við hann, og við vonum að hann verði með okkur fljótlega aftur."

Adam er 22 ára markmaður sem uppalinn er hjá FH og HK. Hann fór til Gautaborgar árið 2019 og hefur í Svíþjóð spilað með Gautaborg, Trollhättan, Västra Frölunda og svo Östersund. Hann hefur ekki verið með Östersund í byrjun þessa tímabils, en Östersund er í næstefstu deild Svíþjóðar.

Hann á að baki ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands, þar af sjö fyrir U21 landsliðið. Adam er samningsbundinn Östersund út næsta ár.
Athugasemdir
banner