FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason var mjög ánægður með að hafa dregist gegn KR í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag.
Þessi tvö stærstu lið á Íslandi mætast á heimavelli KR, sem Ólafur vonar að verði í Frostaskjólinu en ekki á gervigrasinu í Laugardal eins og síðast þegar liðin mættust í deildinni á dögunum.
Þessi tvö stærstu lið á Íslandi mætast á heimavelli KR, sem Ólafur vonar að verði í Frostaskjólinu en ekki á gervigrasinu í Laugardal eins og síðast þegar liðin mættust í deildinni á dögunum.
,,Ég er bara mjög ánægður með dráttinn þó þetta hafi kannski verið leikur sem ég hefði viljað spilað seinna ef við færum lengra, en úr því sem komið er er ég bara mjög ánægður með þetta, stórleikur," sagði Ólafur Páll við Fótbolta.net eftir dráttinn.
,,Það er bara týpískt að þetta skyldi verða svona, en eins og ég segi er ég bara mjög ánægður með það að fá strax stórleik. Við þurfum að vera á tánum í þessu líka. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði annar hörkuleikur, ég vona þá að hann verði í Frostaskjólinu frekar en á gervigrasinu í Laugardalnum."
,,Þetta bætir kannski upp það tap (að missa af Frostaskjólinu) og það er líka fínt fyrir KR-ingana að fá okkur í Frostaskjólið. Þær fá vonandi fullt af fólki og það verður bara vel."
,,Við höfum barist um efstu sætin síðustu ár í deildinni og eitthvað í bikarnum líka, við þekkjumst vel og þetta verður bara mjög spennandi viðureign."
Athugasemdir























