Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fim 15. maí 2014 13:06
Alexander Freyr Tamimi
Ólafur Páll: Verður vonandi í Frostaskjólinu
Ólafur vill ekki mæta KR aftur á gervigrasi.
Ólafur vill ekki mæta KR aftur á gervigrasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingurinn Ólafur Páll Snorrason var mjög ánægður með að hafa dregist gegn KR í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla í dag.

Þessi tvö stærstu lið á Íslandi mætast á heimavelli KR, sem Ólafur vonar að verði í Frostaskjólinu en ekki á gervigrasinu í Laugardal eins og síðast þegar liðin mættust í deildinni á dögunum.

,,Ég er bara mjög ánægður með dráttinn þó þetta hafi kannski verið leikur sem ég hefði viljað spilað seinna ef við færum lengra, en úr því sem komið er er ég bara mjög ánægður með þetta, stórleikur," sagði Ólafur Páll við Fótbolta.net eftir dráttinn.

,,Það er bara týpískt að þetta skyldi verða svona, en eins og ég segi er ég bara mjög ánægður með það að fá strax stórleik. Við þurfum að vera á tánum í þessu líka. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði annar hörkuleikur, ég vona þá að hann verði í Frostaskjólinu frekar en á gervigrasinu í Laugardalnum."

,,Þetta bætir kannski upp það tap (að missa af Frostaskjólinu) og það er líka fínt fyrir KR-ingana að fá okkur í Frostaskjólið. Þær fá vonandi fullt af fólki og það verður bara vel."

,,Við höfum barist um efstu sætin síðustu ár í deildinni og eitthvað í bikarnum líka, við þekkjumst vel og þetta verður bara mjög spennandi viðureign."

Athugasemdir
banner
banner