Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 15. júlí 2021 23:13
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Frábærar fréttir að hann verði með okkur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er gríðarlega sáttur við stigin og í rauninni bara seinustu 3 leiki sem hafa innbyrt níu stig, gríðarlega sterkt fyrir okkur. Við vorum búnir að koma okkur niður í vond mál og við erum núna búnir að rétta úr kútnum og komnir upp í miðja deild sem er gott hjá okkur fyrir framhaldið," voru fyrstu orð Ágústs Gylfasonar, þjálfara Gróttu eftir 2-1 sigur á Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  1 Fjölnir

„Í síðari hálfleik ætluðum við að vera aðeins beinskeyttari og aðeins meiri gæði í okkar sóknarleik. Mér fannst strákarnir gera það og við náðum líka að verja markið okkar. Það var allavega gott að halda í núlli í 90 mínútur en fáum svo mark á okkur í lokin, það var erfitt."

Hákon Rafn Valdimarsson kvaddi Gróttu eftir seinasta leik gegn ÍBV en hann skrifaði undir hjá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabil. Jón Ívan Rivine tekur við af honum.

„Jón Ívan er gríðarlega flottur markmaður og það var mikið af útkeyrslum frá honum í dag og hann varði vel á köflum. Sama má segja um Sigurjón í marki Fjölnismanna, hann hélt þeim alveg á floti hérna líka. Markmennirnir voru góðir í dag báðir en það er gott að hafa Jón Ívan í framhaldinu."

Fyrr í dag komu fréttir um það að Kórdrengir hafi gert tilboð í Pétur Theodór Árnason, framherja Gróttu og að boðinu hafi verið neitað. Gústi segir Pétur vera áfram hjá félaginu út tímabilið.

„Staðan er þannig að Pétur verður með okkur út tímabilið sem er alveg frábært. Frábær leikmaður og heitasti sóknarmaður deildarinnar og alveg frábærar fréttir að hann verði með okkur út allt seasonið. Kærkomið og gott."

Er Pétur þá á leið til Breiðabliks eftir tímabilið?

„Það er bara í skoðun og við sjáum til hvernig það endar."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner