Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Útlitið var ekkert alltof gott í hálfleik og bara eins og oft vill verða í þessum Kópavogsslag þá er þetta mikið af mörkum og sveiflukendir leikir." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

„Mér fannst samt seinni hálfleiku vera til fyrirmyndar að langstærstu leyti og það var aldrei neitt 'panic' á okkur. Þótt að við værum undir í fyrri hálfleik og mér fannst þjálfarateymið skerpa bara vel á því sem að við gátum gert betur. Við fundum alveg í fyrri hálfleik að mörkin þeirra voru frekar gjafir frá okkur heldur en eitthvað annað. " 

„Við þurftum bara að skrúfa upp ákefðina en fara ekkert í einhvern kaotískan fótbolta og allir út úr stöðum. Þolinmæðisvinna og svo náum við að skora nokkuð snemma þessi tvö til að komas yfir og þá varð þetta bara flottur seinni hálfleikur." 

Breiðablik skoruðu fimm mörk í dag en voru þrátt fyrir það ekkert að spá endilega í markatölunni en Breiðablik hefðu þurft að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að vinna upp markatölu Víkinga.

„Fyrir leik þá vorum við alls ekkert að pæla í því. Það væri hrokafullt að fara eitthvað að hugsa fyrirfram að fara rúsa HK. Það hefur ekki verið þannig ever held ég. Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir. Fyrst og fremst var fókusinn bara á að sækja þessi þrjú stig og þetta var sannarlega leikur." 

„Við vorum svo komnir í 5-2 og ágætlega mikið eftir og kannski þá var maður aðeins svekktur að hafa ekki gengið á lagið áfram heldur duttum aðeins niður í kósí gír og fáum svo á okkur smá trúðamark í lokin en miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá tek ég þessu allan daginn." 

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir