Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Útlitið var ekkert alltof gott í hálfleik og bara eins og oft vill verða í þessum Kópavogsslag þá er þetta mikið af mörkum og sveiflukendir leikir." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

„Mér fannst samt seinni hálfleiku vera til fyrirmyndar að langstærstu leyti og það var aldrei neitt 'panic' á okkur. Þótt að við værum undir í fyrri hálfleik og mér fannst þjálfarateymið skerpa bara vel á því sem að við gátum gert betur. Við fundum alveg í fyrri hálfleik að mörkin þeirra voru frekar gjafir frá okkur heldur en eitthvað annað. " 

„Við þurftum bara að skrúfa upp ákefðina en fara ekkert í einhvern kaotískan fótbolta og allir út úr stöðum. Þolinmæðisvinna og svo náum við að skora nokkuð snemma þessi tvö til að komas yfir og þá varð þetta bara flottur seinni hálfleikur." 

Breiðablik skoruðu fimm mörk í dag en voru þrátt fyrir það ekkert að spá endilega í markatölunni en Breiðablik hefðu þurft að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að vinna upp markatölu Víkinga.

„Fyrir leik þá vorum við alls ekkert að pæla í því. Það væri hrokafullt að fara eitthvað að hugsa fyrirfram að fara rúsa HK. Það hefur ekki verið þannig ever held ég. Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir. Fyrst og fremst var fókusinn bara á að sækja þessi þrjú stig og þetta var sannarlega leikur." 

„Við vorum svo komnir í 5-2 og ágætlega mikið eftir og kannski þá var maður aðeins svekktur að hafa ekki gengið á lagið áfram heldur duttum aðeins niður í kósí gír og fáum svo á okkur smá trúðamark í lokin en miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá tek ég þessu allan daginn." 

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner