Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Útlitið var ekkert alltof gott í hálfleik og bara eins og oft vill verða í þessum Kópavogsslag þá er þetta mikið af mörkum og sveiflukendir leikir." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

„Mér fannst samt seinni hálfleiku vera til fyrirmyndar að langstærstu leyti og það var aldrei neitt 'panic' á okkur. Þótt að við værum undir í fyrri hálfleik og mér fannst þjálfarateymið skerpa bara vel á því sem að við gátum gert betur. Við fundum alveg í fyrri hálfleik að mörkin þeirra voru frekar gjafir frá okkur heldur en eitthvað annað. " 

„Við þurftum bara að skrúfa upp ákefðina en fara ekkert í einhvern kaotískan fótbolta og allir út úr stöðum. Þolinmæðisvinna og svo náum við að skora nokkuð snemma þessi tvö til að komas yfir og þá varð þetta bara flottur seinni hálfleikur." 

Breiðablik skoruðu fimm mörk í dag en voru þrátt fyrir það ekkert að spá endilega í markatölunni en Breiðablik hefðu þurft að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að vinna upp markatölu Víkinga.

„Fyrir leik þá vorum við alls ekkert að pæla í því. Það væri hrokafullt að fara eitthvað að hugsa fyrirfram að fara rúsa HK. Það hefur ekki verið þannig ever held ég. Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir. Fyrst og fremst var fókusinn bara á að sækja þessi þrjú stig og þetta var sannarlega leikur." 

„Við vorum svo komnir í 5-2 og ágætlega mikið eftir og kannski þá var maður aðeins svekktur að hafa ekki gengið á lagið áfram heldur duttum aðeins niður í kósí gír og fáum svo á okkur smá trúðamark í lokin en miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá tek ég þessu allan daginn." 

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir