Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Útlitið var ekkert alltof gott í hálfleik og bara eins og oft vill verða í þessum Kópavogsslag þá er þetta mikið af mörkum og sveiflukendir leikir." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

„Mér fannst samt seinni hálfleiku vera til fyrirmyndar að langstærstu leyti og það var aldrei neitt 'panic' á okkur. Þótt að við værum undir í fyrri hálfleik og mér fannst þjálfarateymið skerpa bara vel á því sem að við gátum gert betur. Við fundum alveg í fyrri hálfleik að mörkin þeirra voru frekar gjafir frá okkur heldur en eitthvað annað. " 

„Við þurftum bara að skrúfa upp ákefðina en fara ekkert í einhvern kaotískan fótbolta og allir út úr stöðum. Þolinmæðisvinna og svo náum við að skora nokkuð snemma þessi tvö til að komas yfir og þá varð þetta bara flottur seinni hálfleikur." 

Breiðablik skoruðu fimm mörk í dag en voru þrátt fyrir það ekkert að spá endilega í markatölunni en Breiðablik hefðu þurft að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að vinna upp markatölu Víkinga.

„Fyrir leik þá vorum við alls ekkert að pæla í því. Það væri hrokafullt að fara eitthvað að hugsa fyrirfram að fara rúsa HK. Það hefur ekki verið þannig ever held ég. Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir. Fyrst og fremst var fókusinn bara á að sækja þessi þrjú stig og þetta var sannarlega leikur." 

„Við vorum svo komnir í 5-2 og ágætlega mikið eftir og kannski þá var maður aðeins svekktur að hafa ekki gengið á lagið áfram heldur duttum aðeins niður í kósí gír og fáum svo á okkur smá trúðamark í lokin en miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá tek ég þessu allan daginn." 

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner