Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
Andri Rúnar um markið ótrúlega: Þá varð maður að prófa
Dagur í lífi Kristínar Dísar - Hádegishrekkur, sláarkeppni og blótsyrði á íslensku
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
banner
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti nágrönnum sínum í efri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar HK mættu í heimsókn í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið undir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Útlitið var ekkert alltof gott í hálfleik og bara eins og oft vill verða í þessum Kópavogsslag þá er þetta mikið af mörkum og sveiflukendir leikir." Sagði Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn í dag.

„Mér fannst samt seinni hálfleiku vera til fyrirmyndar að langstærstu leyti og það var aldrei neitt 'panic' á okkur. Þótt að við værum undir í fyrri hálfleik og mér fannst þjálfarateymið skerpa bara vel á því sem að við gátum gert betur. Við fundum alveg í fyrri hálfleik að mörkin þeirra voru frekar gjafir frá okkur heldur en eitthvað annað. " 

„Við þurftum bara að skrúfa upp ákefðina en fara ekkert í einhvern kaotískan fótbolta og allir út úr stöðum. Þolinmæðisvinna og svo náum við að skora nokkuð snemma þessi tvö til að komas yfir og þá varð þetta bara flottur seinni hálfleikur." 

Breiðablik skoruðu fimm mörk í dag en voru þrátt fyrir það ekkert að spá endilega í markatölunni en Breiðablik hefðu þurft að vinna með að minnsta kosti fimm mörkum til að vinna upp markatölu Víkinga.

„Fyrir leik þá vorum við alls ekkert að pæla í því. Það væri hrokafullt að fara eitthvað að hugsa fyrirfram að fara rúsa HK. Það hefur ekki verið þannig ever held ég. Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir. Fyrst og fremst var fókusinn bara á að sækja þessi þrjú stig og þetta var sannarlega leikur." 

„Við vorum svo komnir í 5-2 og ágætlega mikið eftir og kannski þá var maður aðeins svekktur að hafa ekki gengið á lagið áfram heldur duttum aðeins niður í kósí gír og fáum svo á okkur smá trúðamark í lokin en miðað við hvernig staðan var í hálfleik þá tek ég þessu allan daginn." 

Nánar er rætt við Höskuld Gunnlaugsson fyrirliða Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner