Orri Hrafn Kjartansson gekk í raðir Vals fyrr í þessum mánuði frá uppeldisfélagi sínu Fylki. Valur keypti Orra og er verðmiðinn talinn vera um sex milljónir króna.
Orri er nítján ára miðjumaður sem kom til baka í Fylki í fyrra eftir veru hjá Heerenveen í Hollandi. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.
Orri er nítján ára miðjumaður sem kom til baka í Fylki í fyrra eftir veru hjá Heerenveen í Hollandi. Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.
„Það er frábært að vera orðinn Valsari, hrikalega vel tekið á móti manni og allt verið frábært þessa fyrstu viku," sagði Orri.
„Þetta tók einhvern tíma, ég var samningsbundinn Fylki. Valsarar létu umboðsmanninn minn vita að þeir hefðu áhuga á mér og svo lögðu þeir fram tilboð. Svo gekk þetta bara í gegn núna á dögunum."
„Sem leikmaður ertu ekki alltaf nákvæmlega meðvitaður um hvað sé í gangi en ég treysti þeim sem voru að vinna þetta mál og það gekk í gegn. Ég heyrði af áhuga frá hinum og þessum liðum en mér fannst þetta persónulega langmest spennandi verkefnið. Mér leist best á Val og ég sé mikla möguleika á að bæta mig með þjálfurum, leikmönnum og aðstöðunni sem félagið hefur upp á að bjóða."
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan
Orri segist hafa rætt við Birki Heimissyni og heyrt í fleiri leikmönnum Vals. Hann sagðist einnig hafa heyrt í Þór Hinrikssyni. „Allir hafa verið mjög ánægðir í Val."
Síðasta tímabil hjá Val var vonbrigðatímabil á þeirra mælikvarða. Upplifir þú að stemnignin sé þannig að ætlunin sé að gera betur á næsta ári?
„Það sést alveg frá fyrstu mínútu hvað Valsarar ætla sér. Það er að fara alla leið í öllu sem þeir gera. Það er rosamikil sigurhefð hjá þessum klúbbi og þú sérð hvað allt er stórt og mikið. Menn eru ekki sáttir með síðasta tímabil og eru strax farnir að hefja það að hefna fyrir það og sýna hvað í þeim býr."
Samkeppnin í Val, hvernig líst þér á hana?
„Samkeppni er bara holl og það eru frábærir miðjumenn hjá félaginu. Birkir, Arnór og Haukur og fleiri. Það er frábært og menn sem maður getur lært af. Hrikalega gaman að koma inn í þetta."
„Ég myndi segja að mín besta staða sé á miðjunni, box-to-box, hlaupa mikið og fá boltann. En maður getur víst leyst ýmsar stöður," sagði Orri að lokum.
Athugasemdir