Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fös 16. ágúst 2019 21:12
Hilmar Jökull Stefánsson
Óskar Hrafn: Mér finnst umræðan bara dónaskapur
Óskar Hrafn vonar að Gústi Gylfa fái frið til að sinna starfi sínu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn, þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu var með blendnar tilfinningar eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld og hafði þetta um leikinn að segja:

Þegar stórt er spurt er fátt um svör en ég held að það hafi nú ekki verið af því að við reyndum það ekki og við fengum alveg tækifæri til þess. Fjölnisliðið er mjög öflugt, með frábæra varnarmenn og góðan markmann og enginn hægðarleikur að brjóta þá á bak aftur. Það er nú stærsta skýringin á því að við erum búnir að spila 180 mínútur á móti Fjölni í sumar og hvorugt liðið búið að ná að skora.


 


Ég ætla ekki að standa hérna á móti þér og kvarta yfir því að gera 0-0 jafntefli á móti Fjölni, það kemur ekki til greina.“



Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  0 Grótta

Þegar Óskar var spurður út í framhaldið hjá sínum mönnum voru viðbrögðin þessi:

Ég lít á framhaldið þannig að það er mjög erfiður leikur við Framara eftir viku. Fram er eitt besta lið sem við höfum spilað við í sumar og það verður mjög erfiður leikur. Við förum bara í þann leik eins og aðra leiki til að vinna. Það væri skrýtið að koma til að gera eitthvað annað.“

Að lokum var Óskar spurður út í þá umræðu sem skapast hefur um hann sjálfan og þjálfarastöðu Breiðabliks í Kópavogi, en Óskar hefur verið orðaður við starfið, af Gróu á Leiti, að undanförnu og sagði hann þetta um þá umræðu:

Mér finnst hún bara dónaskapur gagnvart Ágústi Gylfasyni, ég ber mikla virðingu fyrir Gústa og hann er búinn að gera frábæra hluti með Breiðabliksliðið og það að vera orða einhverja menn við starf sem aðrir eru að sinna finnst mér ekki rétt. Ég vona bara að Gústi fái frið, það er fullt fyrir Breiðablik að keppa að þótt að bikarinn sé farinn.“

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner
banner