Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 16. ágúst 2021 22:08
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Við erum farnir að njóta þess að vera í toppbaráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku stigin með sér niður Breiðholtsbrautina úr Árbænum í kvöld og það gladdi auðvitað þjálfarann þeirra, Arnar Gunnlaugsson.

Þrjú stig, þrjú mörk og hreint lak. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá eftir annað markið var ég kannski ekki alveg rólegur því við tókum upp á þeim ósið að klúðra færum í kvöld þannig að Fylkismenn voru inni í leiknum í þeirri stöðu. Fagmannlega frammistaða miðað við allt og ekkert.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Víkingur R.

Nicolaj Hansen þurfti að fara meiddur af velli.

Við urðum að breyta aðeins, Kristall fór í þessa fölsku níu eins og það er kallað. Mér fannst leikurinn svolítið spilast upp í hendur okkar eftir annað markið, þá þurftu Fylkir að opna sig og taka sénsa og við fengum skyndisóknir eftir það. Kristall getur farið eins langt og hausinn hans fer með, hann er einn af þeim sem þarf að draga af æfingasvæðinu. Hann hatar að hlaupa og þrekæfingar en láttu hann hafa bolta og hann hættir ekki.

Víkingar eru komnir í annað sætið á ný og eru í 8 liða úrslitum bikar. Næst er það stórleikur við Val sem allir vita að erum með miklu meira budget en hans lið. Eru einhver rök sem mæla með því að Víkingur eigi að vera í þessari baráttu miðað við það?

"Það er risa umferð næst, Breiðablik - KR og við á móti Val, þetta eru allt úrslitaleikir þessir næstu. Með bikarsigrinum á móti KR og svo í kvöld höfum við sýnt það að við verðum með í þessari baráttu. Ég hef gríðarlega trú á okkar strákum, við erum búnir að sýna það og sanna í sumar að við getum gefið öllum liðum leik og allt í einu erum við farnir að njóta þess að keppa við stóru liðin á toppnum. Það var líka ástæðan fyrir okkur að sækja leikmenn eins og Pablo, það hjálpar okkar ungu leikmönnum að standast þá pressu. "

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir
Athugasemdir
banner
banner