Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fim 16. nóvember 2023 23:26
Sverrir Örn Einarsson
Sverrir Ingi: Við vitum að við getum mikið betur
Sverrir Ingi í baráttunni í Bratislava
Sverrir Ingi í baráttunni í Bratislava
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara svekkjandi, okkur er refsað svakalega illa þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér finnst við byrja leikinn nokkuð vel og skorum fínt mark en eftir það finnst mér við detta aðeins of aftarlega og gefa þeim of mikið pláss til að komast inná okkar vallarhelming. Þá eiga þeir svona augnablik í leiknum þar sem þeir eru að þjarma að okkur þangað til þeir skora og síðan kemur þessi vítaspyrnudómur.“
Sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður Íslands um tilfinnguna eftir 4-2 tap Íslands gegn Slóvakíu í Bratislava fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Slóvakía 4 -  2 Ísland

Vítaspyrnan sem Sverrir minnist á var dæmd eftir VAR skoðun Craig Pawson dómara leikins sem fékk atvikið spilað hægt fyrir sig. Íslendingar á samfélagsmiðlum voru langt í frá sáttir við dóminn en hvað með Sverri? Var hann búinn að sjá atvikið aftur?

„Ég hef ekki séð þetta og ég held að það skipti engu máli frá hversu mörgum sjónarhornum ég sé þetta. Þetta er bara ekki víti fyrir mér þarna. Dómarinn er alveg ofan í þessu þegar þetta gerist en við verðum bara að lifa við þetta. Það eru bara einhverjir kallar sem eru upp í herbergi sem taka ákvarðanir um þetta.“

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Slóvakíu en ekki var langt liðið af þeim síðari þegar þeir höfðum bætt við tveimur mörkum og leikurinn því sem næst búinn í stöðunni 4-1 fyrir Slóvaka.

„Í seinni hálfleik þá bara byrjum við hann ekki því miður. Fáum tvö mörk í andlitið á fyrstu fimm mínútunum og eftir það er þetta bara mjög erfitt. Of auðvelt hvernig þessi tvö mörk koma í upphafi seinni hálfleiks og á þessu stigi getum við bara ekki leyft okkur að sofna svona á verðinum.“

Eftir einhverja jákvæða punkta í síðasta landleikjaglugga er þessi leikur talsvert högg fyrir liðið sem ætlaði sér meira.

„Já algjörlega sérstaklega eftir hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. Þá er þetta bara 50-50 leikur og inn í seinni hálfleik erum við 2-1 undir en með helling til að spila fyrir. Þetta gerist líka gegn Lúxemborg þar sem við erum yfir en fáum á okkur mark snemma í seinni hálfleiknum og missum taktinn þar. Ég hef engir skýringar á því sem gerist en við þurfum að líta inn á við því við vitum að við gerum mikið betur.“

Sagði Sverrir Ingi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner