Það eru Stjörnukonur sem eru fyrstar til þess að hampa Svanfríðarbikarnum eða Meistarar meistaranna eins og leikurinn er einnig þekktur sem þar sem þær báru sigurorð af Val eftir vítaspyrnukeppni.
Það var markalaust eftir venjulegan leiktíma en bæði lið börðust fram að síðustu mínútu en markið vildi þó ekki koma og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegar þar sem Stjarnan hafði betur.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 4 Stjarnan
„Við erum að búa til þokkalega pressu á liðið, það má eiginlega segja það." Sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn í kvöld en ásamt því að vera Meistarar meistaranna þá eru Stjörnukonur Lengjubikarmeistarar.
„Við erum að afgreiða þessa leiki og allavega höfum við gert það í vítakeppnunum og það hefur gengið fínt en liðið er svona á ágætis leið."
„Það þurfti að skera út um það hver átti að taka bikarinn heim eftir vítakeppni en ég held að stelpurnar hafi bara verið í báðum liðum að sýna með þessari baráttu að hvað þær eru að meina með því að standa saman í baráttunni gegn þessu misrétti sem er í gangi gagnvart konum sem eru að æfa íþróttir."
Eins og frægt er þá hefur ÍTF verið svolítið á milli tannana á fólki og þá sérstaklega þar sem mörg vafaatriði hafa fallið gegn knattspyrnu kvenna og mismunandi skoðanir komið í ljós.
„Allir þeir sem eru í kringum Bestu deildina eru ekkert hrifnir af því hvernig þetta hefur verið og mín skoðun er sú að þeir sem eru að stjórna hafa bara algjörlega mislesið stöðuna og átta sig ekkert á því að leikmenn í bestu deild kvenna eru frekar pirraðar og ósáttar með stöðuna og það virðist bara enginn taka eftir því, hvorki í stjórnum ÍTF eða í stjórnum knattspyrnudeildana yfir höfuð."
Nánar er rætt við Kristján Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.























