Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 17. ágúst 2019 20:38
Daníel Smári Magnússon
Sveinn Þór: Menn gáfust ekki upp
Sveinn Þór var stoltur af Magnaliðinu í dag.
Sveinn Þór var stoltur af Magnaliðinu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Gríðarlega ánægður og stoltur. Frábært hvernig strákarnir tóku leikinn eftir að hafa lent undir,'' sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna eftir 3-1 sigur á Aftureldingu í Inkasso deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Afturelding

Afturelding byrjaði leikinn mun betur og hreinlega keyrðu yfir Magna fyrstu 15-20 mínútur leiksins en eftir það unnu heimamenn sig inn í leikinn. Sveinn taldi sjálfan sig eiga sök á hægri byrjun Magna.

„Ég tek það alfarið á mig. Það er á mína ábyrgð, við byrjuðum ekki leikinn og vorum bara svona 50 prósent. Vorum langt frá þeim og vorum í rauninni bara að bíða eftir því að þeir myndu skora. Ég tek það bara á mig. En eftir það þá fannst mér við eiga leikinn.''

„Dómarinn sá þetta og hann dæmdi gult fyrir leikaraskap. Auðvitað er betra að vera manni fleiri en ég sá ekki almennilega þetta atvik,'' sagði Sveinn aðspurður um rauða spjaldið í leiknum.

Aðspurður um framhaldið og næsta leik sagði Sveinn: „Við erum náttúrulega búnir að vinna tvo leiki í röð og það er að koma sjálfstraust í strákana, en við erum alveg sallarólegir og bara á jörðinni. Munum bara æfa vel í vikunni, undirbúa okkur fyrir Njarðvík og svo bara tökum við á þeim næsta laugardag.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir