Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   mán 17. september 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Er í viðræðum við stjórnina
Alvaro Montejo Calleja (Þór)
Alvaro fagnar marki í sumar.
Alvaro fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur hjá mér en samt ekki besti leikur sem ég hef spilað á tímabilinu. Leikurinn var mjög opinn og við áttum fleiri færi til að skora en í öðrum leikjum," sagði Alvaro Montejo Calleja, framherji Þórs, við Fótbolta.net í dag.

Alvaro skoraði þrennu í 4-3 útisigri Þórs á Þrótti R. um helgina. Spænski framherjinn hefur skorað fimmtán mörk í Inkasso-deildinni í sumar og er ánægður með uppskeruna.

„Í hreinskilni sagt setti ég markið á 15 mörk fyrir tímabilið og ég náði því eftir þennan leik. Vonandi enda ég með fleiri mörk eftir síðasta leikinn," sagði Alvaro.

Þórsarar eru í 3. sæti í Inkasso-deildinni fyrir lokaumferðina. Er Alvaro sáttur með sumarið hjá Þór?

„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Alvaro. „Tímabilið var gott hjá Þór en það eru smá vonbrigði líka að þeta sé staðan eftir að hafa barist nánast allt tímabilið um að komast upp."

Í síðustu viku var tilkynnt að Lárus Orri Sigurðsson verður ekki áfram þjálfari Þórsara á næsta tímabili en hann ræddi meðal annars um þetta í viðtali um helgina.

„Ég var svolítið hissa fyrst en þetta er það sem báðir aðilar vildu svo ég held að þetta sé best fyrir báða. Ég óska honum alls hins besta."

Alvaro hefur áður leikið með ÍBV, Fylki og Hugin á Íslandi. Verður hann áfram hjá Þórsurum næsta sumar?

„Ég hef ekki ákveðið það ennþá. Ég er í viðræðum við stjórnina og vona að við getum náð samkomulagi fljótlega en það er ekkert öruggt ennþá," sagði Alvaro að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
20. umferð - Brynjar Jónasson (HK)
19. umferð - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
18. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
17. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
16. umferð - Nacho Gil (Þór)
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner