Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Sátu límdir við skjáinn í 90 mínútur
Brynjar Jónasson (HK)
Brynjar Jónasson.
Brynjar Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi segja að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar en ekki bara hjá mér heldur fannst mér þetta líka besti leikurinn hjá öllu liðinu í sumar. Við spiluðum frábærlega frá fyrstu til síðustu mínútu," segir Brynjar Jónasson, framherji HK, um 4-1 sigur liðsins á Fram á föstudaginn.

Brynjar skoraði tvívegis í leiknum og lagði upp eitt en hann er leikmaður umferðarinnar hér á Fótbolta.net.

HK fór í toppsætið í Inkasso-deildinni með sigrinum á föstudaginn. Á laugardaginn gerðu ÍA og Víkingur Ólafsvík 1-1 jafntefli en ef Skagamenn hefðu unnið þann leik hefði Pepsi-deildarsætið verið tryggt hjá HK. Leikmenn HK hittust og fylgdust með þeim leik.

„Það var mjög gaman, Leifur (Andri Leifsson) fyrirliði fólksins bauð í setu heima hjá sér, börri og með því á boðstólnum, menn límdir við skjáinn í 90 mínútur. Við tryggðum okkur ekki upp þennan dag en það vonandi gerist næsta laugardag."

HK-ingar mætir ÍR á heimavelli á laugardaginn og þar stefna þeir á að tryggja sætið í Pepsi-deildinni.

„Já, það ætlum við að gera. Það væri frábært að ná að tryggja okkur upp í Kórnum á heimavelli og sérstaklega fyrir framan stuðningsmennina okkar þeir eiga það svo sannarlega skilið eftir frábæran stuðning í sumar," sagði Brynjar en hver er lykillinn að góðu gengi hjá HK?

„Allt frábærir leikmenn og frábær mórall í liðinu svo erum við erum búnir að spila lengi saman og þekkjum hvorn annan inn og út. Það spilar mikið inn í þennan árangur og nýju leikmennir hafa svo passað frábærlega inn í hópinn."

Brynjar er uppalinn hjá FH en hann kom til HK frá Þrótti R. í fyrravor.

„Mér hefur aldrei liðið betur, Það er allt frábært við þennan klúbb, aðstaðan uppá 10 og allir strákarnir eru topp menn og góðir vinir mínir í dag. Stjórnin og fólkið á bakvið tjöldin hefur svo líka gert allt til að láta okkur líð eins vel og hægt er," sagði Brynjar að lokum.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
19. umferð - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
18. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
17. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
16. umferð - Nacho Gil (Þór)
15. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
14. umferð - Emil Atlason (Þróttur R.)
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner