Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 15. september 2018 17:30
Gunnar Logi Gylfason
Lárus Orri: Ekki stefnan að halda áfram í þjálfun
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Þórsara, var tekinn tali eftir næstsíðasta leik sinn með Þórsliðið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  4 Þór

Lárus Orri segist vera sáttur eftir að lærisveinar hans unnu sterkan 3-4 sigur í bráðskemmtilegum leik.

„Jájá, mjög sáttur. Þetta gerist þegar þú lætur tvo gamla varnarmenn þjálfa lið, þá færðu svona markaleik."

Þórsarar eiga ekki möguleika á að komast upp um deild en eru nú í 3. sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.

„Jú stefnan er barar að taka eins mörg stig og eftir eru, sem eru þrjú, þó það sé hundleiðinlegt að vera ekki að spila um neitt nema stoltið og enda á sem besta stað."

Lárus Orri og Þór hafa tilkynnt að Lárus Orri láti af störfum eftir þetta tímabil og því aðeins einn leikur eftir hjá honum sem þjálfari Þórs. En af hverju er hann að hætta?

„Það eru margar ástæður og allar til saman eru þær að það er rétt ákvörðun að stíga frá þessu núna. Það er svolítið leiðinlegt að fara frá þessu, þetta er skemmtilegt og spennandi lið. Að sama skapi stíg ég stoltur frá þessu. Fyrir tveimur árum þegar ég tek við þessu var hálfgert reyðarleysi í Þorpinu og ekkert að gerast þannig ég stíg frá þessu mjög stoltur og vona að stjórnin finni sem allra besta mann til að stýra þessu áfram og taki skrefið áfram og haldi áfram á þessari braut."

Aðspurður hvort Lárus ætlaði að halda áfram í þjálfun vildi hann ekki gefa of mikið upp en sagði þó að það væri ekki stefnan.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner