Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 15. september 2018 17:30
Gunnar Logi Gylfason
Lárus Orri: Ekki stefnan að halda áfram í þjálfun
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Þórsara, var tekinn tali eftir næstsíðasta leik sinn með Þórsliðið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  4 Þór

Lárus Orri segist vera sáttur eftir að lærisveinar hans unnu sterkan 3-4 sigur í bráðskemmtilegum leik.

„Jájá, mjög sáttur. Þetta gerist þegar þú lætur tvo gamla varnarmenn þjálfa lið, þá færðu svona markaleik."

Þórsarar eiga ekki möguleika á að komast upp um deild en eru nú í 3. sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.

„Jú stefnan er barar að taka eins mörg stig og eftir eru, sem eru þrjú, þó það sé hundleiðinlegt að vera ekki að spila um neitt nema stoltið og enda á sem besta stað."

Lárus Orri og Þór hafa tilkynnt að Lárus Orri láti af störfum eftir þetta tímabil og því aðeins einn leikur eftir hjá honum sem þjálfari Þórs. En af hverju er hann að hætta?

„Það eru margar ástæður og allar til saman eru þær að það er rétt ákvörðun að stíga frá þessu núna. Það er svolítið leiðinlegt að fara frá þessu, þetta er skemmtilegt og spennandi lið. Að sama skapi stíg ég stoltur frá þessu. Fyrir tveimur árum þegar ég tek við þessu var hálfgert reyðarleysi í Þorpinu og ekkert að gerast þannig ég stíg frá þessu mjög stoltur og vona að stjórnin finni sem allra besta mann til að stýra þessu áfram og taki skrefið áfram og haldi áfram á þessari braut."

Aðspurður hvort Lárus ætlaði að halda áfram í þjálfun vildi hann ekki gefa of mikið upp en sagði þó að það væri ekki stefnan.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner