Lárus Orri Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Þórsara, var tekinn tali eftir næstsíðasta leik sinn með Þórsliðið.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 4 Þór
Lárus Orri segist vera sáttur eftir að lærisveinar hans unnu sterkan 3-4 sigur í bráðskemmtilegum leik.
„Jájá, mjög sáttur. Þetta gerist þegar þú lætur tvo gamla varnarmenn þjálfa lið, þá færðu svona markaleik."
Þórsarar eiga ekki möguleika á að komast upp um deild en eru nú í 3. sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.
„Jú stefnan er barar að taka eins mörg stig og eftir eru, sem eru þrjú, þó það sé hundleiðinlegt að vera ekki að spila um neitt nema stoltið og enda á sem besta stað."
Lárus Orri og Þór hafa tilkynnt að Lárus Orri láti af störfum eftir þetta tímabil og því aðeins einn leikur eftir hjá honum sem þjálfari Þórs. En af hverju er hann að hætta?
„Það eru margar ástæður og allar til saman eru þær að það er rétt ákvörðun að stíga frá þessu núna. Það er svolítið leiðinlegt að fara frá þessu, þetta er skemmtilegt og spennandi lið. Að sama skapi stíg ég stoltur frá þessu. Fyrir tveimur árum þegar ég tek við þessu var hálfgert reyðarleysi í Þorpinu og ekkert að gerast þannig ég stíg frá þessu mjög stoltur og vona að stjórnin finni sem allra besta mann til að stýra þessu áfram og taki skrefið áfram og haldi áfram á þessari braut."
Aðspurður hvort Lárus ætlaði að halda áfram í þjálfun vildi hann ekki gefa of mikið upp en sagði þó að það væri ekki stefnan.
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir