Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   lau 15. september 2018 17:30
Gunnar Logi Gylfason
Lárus Orri: Ekki stefnan að halda áfram í þjálfun
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Þórsara, var tekinn tali eftir næstsíðasta leik sinn með Þórsliðið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  4 Þór

Lárus Orri segist vera sáttur eftir að lærisveinar hans unnu sterkan 3-4 sigur í bráðskemmtilegum leik.

„Jájá, mjög sáttur. Þetta gerist þegar þú lætur tvo gamla varnarmenn þjálfa lið, þá færðu svona markaleik."

Þórsarar eiga ekki möguleika á að komast upp um deild en eru nú í 3. sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.

„Jú stefnan er barar að taka eins mörg stig og eftir eru, sem eru þrjú, þó það sé hundleiðinlegt að vera ekki að spila um neitt nema stoltið og enda á sem besta stað."

Lárus Orri og Þór hafa tilkynnt að Lárus Orri láti af störfum eftir þetta tímabil og því aðeins einn leikur eftir hjá honum sem þjálfari Þórs. En af hverju er hann að hætta?

„Það eru margar ástæður og allar til saman eru þær að það er rétt ákvörðun að stíga frá þessu núna. Það er svolítið leiðinlegt að fara frá þessu, þetta er skemmtilegt og spennandi lið. Að sama skapi stíg ég stoltur frá þessu. Fyrir tveimur árum þegar ég tek við þessu var hálfgert reyðarleysi í Þorpinu og ekkert að gerast þannig ég stíg frá þessu mjög stoltur og vona að stjórnin finni sem allra besta mann til að stýra þessu áfram og taki skrefið áfram og haldi áfram á þessari braut."

Aðspurður hvort Lárus ætlaði að halda áfram í þjálfun vildi hann ekki gefa of mikið upp en sagði þó að það væri ekki stefnan.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner