Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   lau 15. september 2018 17:30
Gunnar Logi Gylfason
Lárus Orri: Ekki stefnan að halda áfram í þjálfun
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lárus Orri Sigurðsson, fráfarandi þjálfari Þórsara, var tekinn tali eftir næstsíðasta leik sinn með Þórsliðið.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  4 Þór

Lárus Orri segist vera sáttur eftir að lærisveinar hans unnu sterkan 3-4 sigur í bráðskemmtilegum leik.

„Jájá, mjög sáttur. Þetta gerist þegar þú lætur tvo gamla varnarmenn þjálfa lið, þá færðu svona markaleik."

Þórsarar eiga ekki möguleika á að komast upp um deild en eru nú í 3. sæti deildarinnar þegar einn leikur er eftir.

„Jú stefnan er barar að taka eins mörg stig og eftir eru, sem eru þrjú, þó það sé hundleiðinlegt að vera ekki að spila um neitt nema stoltið og enda á sem besta stað."

Lárus Orri og Þór hafa tilkynnt að Lárus Orri láti af störfum eftir þetta tímabil og því aðeins einn leikur eftir hjá honum sem þjálfari Þórs. En af hverju er hann að hætta?

„Það eru margar ástæður og allar til saman eru þær að það er rétt ákvörðun að stíga frá þessu núna. Það er svolítið leiðinlegt að fara frá þessu, þetta er skemmtilegt og spennandi lið. Að sama skapi stíg ég stoltur frá þessu. Fyrir tveimur árum þegar ég tek við þessu var hálfgert reyðarleysi í Þorpinu og ekkert að gerast þannig ég stíg frá þessu mjög stoltur og vona að stjórnin finni sem allra besta mann til að stýra þessu áfram og taki skrefið áfram og haldi áfram á þessari braut."

Aðspurður hvort Lárus ætlaði að halda áfram í þjálfun vildi hann ekki gefa of mikið upp en sagði þó að það væri ekki stefnan.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner