FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöll fyrr í kvöld og mættu Breiðablik í hörkuleik. Leikar enduðu 2-0 fyrir FH-ingum en mörk leiksins skoruðu þeir Davíð Snær Jóhannsson og Vuk Oskar Dimitrijevic, Heimir Guðjóns þjálfari FH mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 FH
„Við spiluðum vel, eins og við gerðum síðast og vorum bæði góðir varnarlega og sóknarlega. Við sýndum samstöðu, menn voru að hjálpa hvorum öðrum inni á vellinum. Þá gerast oft góðir hlutir hjá FH.
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leiknum þegar Kjartan Kári Halldórsson og Anton Ari Einarsson lentu í hörðu samstuði eftir rúman hálftíma leik.
Lestu nánar um atvikið
„Ég sá atvikið ekki vel en ég talaði við menn í klefa, þeir segja að hann finni fyrir öllum líkamanum. Auðvitað fer alltaf um mann þegar svona slys verða á vellinum. Sérstaklega í ljósi þess að mér fannst hann vera virkilega góður í leiknum áður en hann meiddist. Vonandi kemst hann sem fyrst aftur inn á völlinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir