Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   þri 17. september 2024 00:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 22. umferðar - Fyrirliði Blika í sjöunda sinn
Höskuldur skoraði og lagði upp gegn HK. Hann hefur alls verið sjö sinnum í liði umferðarinnar í sumar.
Höskuldur skoraði og lagði upp gegn HK. Hann hefur alls verið sjö sinnum í liði umferðarinnar í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi skoraði tvö gegn KR.
Lúkas Logi skoraði tvö gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld lauk 22. umferð Bestu deildarinnar, síðustu umferð fyrir tvískiptingu. Nú er ljóst hvernig leikjadagskráin raðast á lokakaflanum.

Víkingur er á toppnum og tryggði sér þar með heimaleikjarétt í lokaumferð úrslitakeppninnar, í leiknum gegn Breiðabliki sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Arnar Gunnlaugsson og hans menn rúlluðu yfir KR 3-0 á föstudag og slátruðu síðan botnliði Fylkis 6-0 í kvöld. Arnar er þjálfari umferðarinnar.

Gísli Gottskálk Þórðarson og Ari Sigurpálsson eru báðir á eldi um þessar mundir og eru í liði umferðarinnar. Ari skoraði tvö mörk gegn Árbæingum.



Aron Bjarnason skoraði tvö mörk þegar Breiðablik vann sannfærandi sigur gegn HK 5-3. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson skoraði og lagði upp í leiknum.

Valur styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með því að sigra KR 4-1. Lúkas Logi Heimisson var á skotskónum og skoraði tvö. Þá var Patrick Pedersen öflugur, skoraði eitt og þau hefðu getað orðið fleiri.

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði sitt fyrsta deildarmark á Íslandi í ellefu ár þegar hann tryggði ÍA 1-0 sigur gegn KA. Maður leiksins var Erik Tobias Sandberg sem hefur átt frábært tímabil í vörn Skagamanna.

Stjarnan vann 1-0 sigur gegn Vestra þar sem Óli Valur Ómarsson var valinn maður leiksins og markvörðurinn Árni Snær Ólafsson átti góðan leik.

Alex Freyr Elísson var maður leiksins og skoraði tvö mörk þegar Fram gerði 3-3 jafntefli gegn FH.

Fyrri úrvalslið
Sterkasta lið 21. umferðar
Sterkasta lið 20. umferðar
Sterkasta lið 19. umferðar
Sterkasta lið 18. umferðar
Sterkasta lið 17. umferðar
Sterkasta lið 16. umferðar
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 14. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner