„Ég er þokkalega ánægður með spilamennskuna," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn Víkingi í opunarleik Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 FH
FH-ingar tóku forystuna eftir 30 sekúndur en Víkingar náðu að snúa taflinu við og vinna leikinn.
„Fyrsti leikur er oft svona, menn eru varkárir og þora ekki alveg að gera þá hluti sem þeir eru vanir að gera. Svo gat þetta alveg dottið okkar megin. Þeir fá horn og það dettur inn hjá þeim."
FH fékk mikið af hornum í leiknum en tókst ekki að nýta þau nægilega vel. „Mér fannst við geta gert betur í þeim. Við þurfum að athuga það."
Björn Daníel Sverrisson byrjaði á bekknum. Hvernig stað er hann á miðað við í fyrra? „Hann kom mjög vel inn í leikinn og gerði frábæra hluti fyrir okkur."
„Það er bara næsti leikur, það er ekki flóknara en það."
Athugasemdir