Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 18. apríl 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svona lítur spá Fótbolta.net út fyrir Bestu deildina
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það er að koma að þessu! Opnunarleikur Bestu deildarinnar er í kvöld þegar Íslands og Bikarmeistarar Víkings fá FH í heimsókn.


Ef spá Fótbolta.net gengur eftir mun Víkingur verja titilinn. Það er sjaldgæft að lið nái því að verja titilinn en Valur gerði það síðast árin 2017 og 2018.

FH vann Víking í úrslitum Lengjubikarsins en rétt missir af Evrópusæti samkvæmt spá Fótbolta.net.

ÍBV og Fram eru nýliðar í deildinni en Fram vann Lengjudeildina síðasta sumar. Liðið missti þó Kyle McLagan til Víkings meðal annars og Fótbolti.net telur að liðið sé ekki nógu sterkt og mun falla aftur. ÍBV mun hinsvegar bjarga sér og gott betur en það.

Spáin:
1. Víkingur (0)
2. Breiðablik (0)
3. Valur (+2)
4. FH (+2)
5. KR (-2)
6. Stjarnan (+1)
7. KA (-3)
8. Leiknir (0)
9. ÍBV (Nýliði)
10. ÍA (-1)
11. Keflavík (-1)
12. Fram (Nýliði)


Besta-upphitun útvarpsþáttarins fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner