mán 04.apr 2022 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 11. sæti: Keflavík
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Keflavík muni enda í 11. sæti í Bestu deildinnii í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Keflavík endar í næst neðsta sæti ef spáin rætist.
Sindri Snær er mættur aftur til Keflavíkur, lék síðast með liðinu 2015.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Keflavík 19 stig
12. Fram 17 stig
Um liðið: Keflavík er á sínu öðru tímabili í deildinni eftir að hafa haldið sér uppi á einu stigi í fyrra sem nýliði.
Þjálfari - Sigurður Ragnar Eyjólfsson: Siggi Raggi þjálfar liðið áfram en Eysteinn Húni Hauksson stígur til hliðar og starfar í dag fyrir Val. Siggi er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari liðsins en hann starfaði áður erlendis, þjálfaði ÍBV árið 2014 og þar áður kvennalandsliðið. Haraldur Freyr Guðmundsson er Sigga til aðstoða.
Styrkleikar: Einn besti markaskorari deildarinnar, skilar stöðugt inn mörkum og vinnur inn stig fyrir liðið. Gibbs skoraði tæplega helming marka liðsins í fyrra. Patrik Johannesen virðist vera hörku spilari en fleira öskrar ekki beint á mann.
Veikleikar: Gætu orðið of háðir því að Gibbs sjái um markaskorunina, hann missir úr leiki í júlí og breiddin í hópnum er ekkert sérstaklega mikil. Liðið missti Ísak Óla snemma í fyrra og nú er Nacho frá... Magnús Þór má einfaldlega ekki meiðast! Liðið missti tvo af mest spennandi leikmönnum liðsins í þeim Davíð Snæ og Ástbirni og þá hefur heyrst að andinn sé ekkert frábær í Keflavík - það var eitthvað súrt við viðskilnað Eysteins Húna og félagsins. Þá má nefna meiðsli Rúnars Þórs Sigurgeirssonar, honum gengur illa að ná sér heilum en hann var einn albesti leikmaður liðsins þegar það fór upp úr Lengjudeildinni 2020.
Lykilmenn: Joey Gibbs og Sindri Kristinn Ólafsson. Það þarf ekki að skrifa meira um Gibbs en Sindri Kristinn átti frábært tímabil í fyrra og var sá markvörður sem kom í veg fyrir flest mörk skv. xG (einhver skot í tréverkið og skot framhjá inn í því). Sindra langar að komast út í atvinnumennsku og ef hann á annað gott tímabil þá gæti kallið komið.
Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Edon Osmani er uppalinn Keflvíkingur sem fæddur er árið 2000 en á enn eftir að spila keppnisleik fyrir Keflavík í efstu deild. Hann hefur verið á láni síðustu tvö tímabil hjá Víði og Reyni Sandgerði við góðan orðstír þar sem hann hefur spilað samtals 31 leik og skorað 6 mörk. Edon er upprunarlega miðjumaður en hefur verið að leika sem kantmaður á þessu undirbúningstímabili og okkur sýnist hann vera á leið í gott gigg hjá Sigga Ragga.
Spurningarnar: Hversu góð stemning er í Keflavík? Ná menn að þjappa sér saman og halda liðinu uppi annað árið í röð? Verður liðið styrkt í upphafi móts? Snýr Gibbs aftur frá Ástralíu? Munu minna þekkt nöfn stíga upp?
Völlurinn: Keflavík spilar á HS Orku vellinum. Grasvöllur þar sem margir hörkuleikir hafa farið fram í gegnum tíðina. Keflvíkingar þurfa að fá stuðningsmenn með sér og búa til stemningu. Heimavöllurinn skilaði þrettán af 21 stigi í fyrra.
Fyrirliðinn segir - Magnús Þór Magnússon
„Við erum mjög bjartsýnir að afsanna þessa spá og ætlum okkur að gera það. Síðasta tímabil endaði ekki eins og það átti að gera en við teljum okkur vera með sterkari hóp en í fyrra. Við ætlum að enda ofar í þetta skiptið."
„Ásti og Davíð, leiðinlegt að missa þá og allt það en gæjarnir sem eru að koma; Patti og Dani eru gæðaspilarar. Þeir bæta bara hópinn hjá okkur. Edon er svo að koma til baka og er búinn að standa sig frábærlega vel í síðustu leikjum. Leikmennirnir sem eru að koma í staðinn og eru klárlega ekki að veikja hópinn."
Komnir
Ásgeir Páll Magnússon frá Leikni F.
Dani Hatakka frá Finnlandi
Ernir Bjarnason frá Leikni R.
Patrik Johannesen frá Noregi
Rúnar Gissurarson frá Reyni S.
Sindri Snær Magnússon frá ÍA
Farnir
Ástbjörn Þórðarson í FH
Christian Volesky til Bandaríkjanna
Davíð Snær Jóhannsson til Ítalíu
Oliver Kelaart í Þrótt Vogum
Fyrstu fimm leikir Keflavíkur:
19. apríl Breiðablik - Keflavík
24. apríl Keflavík - Valur
28. apríl Víkingur R. - Keflavík
2. maí KA - Keflavík
7. maí Keflavík - ÍBV
Hin hliðin:
Ásgeir Páll Magnússon
Sindri Þór Guðmundsson
Sterkasta byrjunarliðið að mati Fótbolta.net:
Aðrir leikmenn:
Nacho Heras - 4
Rúnar Þór Sigurgeirsson - 7
Ari Steinn Guðmundsson - 8
Helgi Þór Jónsson - 11
Rúnar Gissurarson - 12
Dagur Ingi Valsson - 14
Ernir Bjarnason - 18
Edon Osmani - 19
Ingimundur Aron Guðnason - 28
Spámennirnir: Aksentije Milisic, Brynjar Ingi Erluson, Egill Sigfússon, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Úlfur Blandon
Athugasemdir