Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
miðvikudagur 22. janúar
WORLD: International Friendlies
River Plate 2 - 0 Mexíkó
þri 05.apr 2022 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 10. sæti: ÍA

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA muni enda í 10. sæti í Bestu deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA endar í þriðja neðsta sæti ef spáin rætist.

Fyrirliðinn Árni Snær er búinn að jafna sig eftir erfið meiðsli.
Fyrirliðinn Árni Snær er búinn að jafna sig eftir erfið meiðsli.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Laxinn eins og Ungstirnin kalla Gísla.
Laxinn eins og Ungstirnin kalla Gísla.
Mynd/Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Bjarki er kominn en Jói Kalli er farinn.
Aron Bjarki er kominn en Jói Kalli er farinn.
Mynd/ÍA
Hvað gerir Kaj í nýju liði?
Hvað gerir Kaj í nýju liði?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver er mættur heim á láni frá Norrköping.
Oliver er mættur heim á láni frá Norrköping.
Mynd/Norrköping
Viktor skoraði þrjú mörk í fyrra og Skagamenn vilja sjá hann setja fleiri í ár.
Viktor skoraði þrjú mörk í fyrra og Skagamenn vilja sjá hann setja fleiri í ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steinar skoraði fjögur mörk í tuttugu deildarleikjum í fyrra.
Steinar skoraði fjögur mörk í tuttugu deildarleikjum í fyrra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Töframaðurinn Brynjar Snær
Töframaðurinn Brynjar Snær
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Marinó stóð sig vel seinni hluta síðasta tímabils.
Árni Marinó stóð sig vel seinni hluta síðasta tímabils.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ÍA 33 stig
11. Keflavík 19 stig
12. Fram 17 stig

Um liðið: ÍA hélt sér uppi eftir ótrúlegan endasprett á síðasta tímabili eftir mikið ströggl framan af móti. ÍA var í bontsætinu eftir nítján umferðir og fimm stigum frá öruggu sæti. Heimavöllurinn skilaði liðinu fimmtán stigum af 21 á síðasta tímabili. ÍA endaði í níunda sæti, fékk á sig tvö mörk að meðaltali en var einungis stigi frá því að enda í sjöunda sæti. Skagamenn hafa misst aðeins úr hópnum frá því í fyrra en fengið menn inn í sömu stöður í staðinn.



Þjálfari - Jón Þór Hauksson: Jón Þór er mættur aftur að þjálfa ÍA eftir fjögur tímabil annars staðar. Hann var ráðinn í janúar þegar KSÍ réði Jóhannes Karl Guðjónsson sem aðstoðarlandsliðsþjálfara. Jón Þór tók við Vestra síðasta sumar og gerði flotta hluti þar. Þar á undan var hann þjálfari kvennalandsliðsins. Með ráðningunni á Jóni Þór hélt stjórn ÍA í það að heimamaður væri þjálfari meistaraflokks karla.

Styrkleikar: Ungu mennirnir í liðinu orðnir árinu eldri. Brynjar Snær, Steinar, Gísli Laxdal, Jón Gísli og Guðmundur Tyrfings. Þeir hafa spilað talsvert saman og ættu að þekkja vel inn á hvern annan. Kantmennirnir ættu að vera styrkleiki liðsins, mjög öflugir leikmenn sem mikið mun mæða á.

Veikleikar: Ísak Snær sem var farinn að blómstra undir lok tímabils er farinn og í staðinn fær liðið Christian Köhler sem Valur vildi ekki halda. Leiðtogahæfni Sindra Snæs er horfin á brott og sömu sögu má segja með Óttar Bjarna í vörninni. Liðið var með næst verstu vörnina í fyrra og notaði þrjá markmenn. Wout Droste sem kom til liðsins í fyrra glímir við nokkuð þrálát meiðsli og er spurning hversu mikið hann getur verið með.

Lykilmenn: Kaj Leo í Bartalsstovu og Aron Bjarki Jósepsson. Tveir nýir leikmenn sem verða í lykilhlutverki. Óttar Bjarni er farinn og Aron Bjarki þarf að koma inn sem leiðtogi. Kaj hefur sýnt það á köflum að hann er frábær leikmaður í efstu deild á Íslandi en vöntun á fleiri toppframmistöðum er líkleg ástæða fyrir því að hann er ekki í einu af toppliðunum. Kaj er með eitraðan vinstri fót og Aron Bjarki kemur með mikla þekkingu eftir mörg ár í Vesturbænum.

Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Sama og í fyrra! Gísli Laxdal Unnarsson er virkilega leikinn og kraftmikill leikmaður sem hefur verður í lykilhlutverki í liði Skagamanna í sumar. Gísli sýndi síðasta sumar hversu góður hann getur verið þar sem hann skilaði sjö mörkum í 27 leikjum samtals. Hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu undir Jóni Þór og við viljum sjá meira frá Laxinum í sumar. Gísli er orðinn reyndari leikmaður eftir viðburðarríkt tímabil í fyrra og viljum við sjá hann taka liðið lengra en fólk kannski býst við frá ÍA í sumar.

Spurningarnar: Miðsvæðið. Liðið missir Sindra og Ísak og í staðinn koma Christian Köhler og Benedikt Warén. Brynjar Snær Pálsson og Steinar Þorsteinsson þurfa að eiga stöðugra tímabil en í fyrra - það efast enginn um hæfileika þeirra á sínum besta degi en hversu margir slíkir dagar verða í sumar? Markaskorun Viktors Jónssonar. Hann skoraði þrjú mörk í fyrra en þarf að skora meira í sumar ef ÍA ætlar sér í baráttu um sæti í efri hlutanum. Hvor Árninn verður í markinu?

Völlurinn: Norðurálsvöllurinn. Heimavöllurinn skilaði fínum fjölda stiga í fyrra og það er alltaf nostalgíufílingur að skella sér á Akranes á völlinn. Þegar þegar sólin skín hentar brekkan ákaflega vel!

Fyrirliðinn segir - Árni Snær Ólafsson
„Það er bara flott og skemmtilegt. Við bara sýnum að við erum aðeins betri en það. Við stefnum allataf hærra en ég skil þessa spá. Við erum ekki búnir að skrifa neitt markmið niður en erum búnir að ræða þetta og teljum okkur betri en tíunda sætið. Ég er bjartur á þetta tímabil, við erum farnir að æfa á grasi og þá fær maður svona kitl og ég held að þetta nýja fyrirkomulag verði geggjað. Það eru komnir 4-5 leikmenn sem eru að gera tilkall á byrjunarliðssæti, þeir eru allir mjög góðir og eru alvöru viðbót við okkar hóp. Það er vonandi að þeir bæti liðið."

Komnir
Aron Bjarki Jósepsson frá KR
Benedikt Warén frá Breiðabliki (á láni)
Christian Köhler frá Val
Johannes Vall frá Val
Kaj Leo í Bartalsstovu frá Val
Oliver Stefánsson frá Svíþjóð (á láni)

Farnir
Aron Kristófer Lárusson til KR
Dino Hodzic í Kára
Elias Tamburini til Þýskalands
Hákon Ingi Jónsson í Fjölni
Ísak Snær Þorvaldsson í Breiðablik (var á láni frá Norwich)
Óttar Bjarni Guðmundsson í Leikni
Sindri Snær Magnússon til Keflavíkur

Fyrstu fimm leikir ÍA:
19. apríl Stjarnan - ÍA
24. apríl ÍA - Víkingur R.
2. maí Fram - ÍA
7. maí ÍA - Breiðablik
11. maí Valur - ÍA

Hin hliðin:
Árni Marinó Einarsson

Sterkasta byrjunarliðið að mati Fótbolta.net:


Aðrir leikmenn:
Árni Marinó Einarsson - 1
Oliver Stefánsson - 4
Wout Droste - 5
Hallur Flosason - 8
Breki Þór Hermansson - 14
Marteinn Theodórsson - 15
Eyþór Aron Wöhler - 19
Guðmundur Tyrfingsson - 20
Haukur Andri Haraldsson - 21
Benedikt V. Warén - 22
Ingi Þór Sigurðsson - 23
Hlynur Sævar Jónsson - 24
Jóhannes Breki Harðarsson - 25
Gabríel Þór Þórðarson - 26
Árni Salvar Heimisson - 27
Daníel Ingi Jóhannesson - 28
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson - 29
Logi Mar Hjaltested - 30

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Brynjar Ingi Erluson, Egill Sigfússon, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Hafliði Breiðfjörð, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Úlfur Blandon
Athugasemdir
banner