„Við erum í erfiðleikum, þar er alveg ljóst. Að fá á sig fjögur mörk hérna á heimavelli þá segir það sig sjálft að við eigum í erfiðleikum með að halda búrinu okkar hreinu,“ sagði Páll Viðar Gíslason eftir 4-3 tap á móti Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 4 Stjarnan
Aðspurður hvað honum fannst um leikinn sagði Palli:
„Vonbrigði en engin uppgjöf hjá okkur, fókusinn er á næsta leik, það er ekkert annað í boði fyrir okkur.“
En afhverju byrjaði Jóhann Þórhallsson?
„Það er fyrst og fremst vegna fjarveru okkar aðal framherja, Chuck. Hann hefur ekki verið með og við höfum verið að berjast við að leysa þetta og þeir sem hafa gert það hafa staðið sig allt í lagi. Jói á nokkur mörk held ég í íslenskum fótbolta og hann var tilbúinn að koma og reyna að hjálpa okkur.“
Shawn Niclaw átti fínan leik í liði Þórs.
„Það er frábært að fá hann inn þó að við hefðum viljað fá hann fyrr.“
Nánar er rætt við Pál í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















